Lífið

Ný og betri Júniformverslun

Birta Björnsdóttir hefur staðið í ströngu við að endurnýja Júniformverslunina við Hverfisgötu síðustu viku.
Birta Björnsdóttir hefur staðið í ströngu við að endurnýja Júniformverslunina við Hverfisgötu síðustu viku.

Fatahönnuðurinn Birta Björnsdóttir, eigandi Júníform, hefur staðið í ströngu síðustu vikuna við að rífa allt út úr verslun sinni á Hverfisgötu. „Það var bara löngu kominn tími á þetta. Þegar við byrjuðum að sauma hérna var allt gert til bráðabirgða, svo það var löngu kominn tími til að rífa allt út og endurnýja," sagði Birta í samtali við Fréttablaðið.

Birta flutti inn á Hverfisgötuna ásamt Andreu Magnúsdóttur, sem þá var annar eigandi Júniform, árið 2002. „Þá var ekki einu sinni planið að opna búð hérna. Þetta átti bara að vera verkstæði fyrir tvær stelpur að leika sér, en varð búð áður en við vissum af," sagði Birta.

 

Birta Björnsdóttir segir rýmið aldrei hafa átt að verða búð, en hún hefur starfrækt Júniform á Hverfisgötunni í fimm ár.

Velgengni fatamerkisins hefur verið afar mikil, og þess er skemmst að minnast að allar flíkur í versluninni seldust upp í kjölfar þess að Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir kynnti Eurovision-keppnina í fötum frá Birtu.

Júniform opnar aftur á mánudag, þá full af nýjum vörum. „Ég var með lokað í eina viku, og við erum búin að vera nokkur í því að tæta og trylla. Nú stend ég í nýrri, æðislegri búð," sagði Birta ánægð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.