Lífið

Aftur saman á skjánum

Julie Louis-Dreyfus leikur á móti vini sínum Jason Alexander í The New Adventures Of Old Christine.
Julie Louis-Dreyfus leikur á móti vini sínum Jason Alexander í The New Adventures Of Old Christine.

Fyrrum Seinfeld-leikararnir Julia Louis-Dreyfus og Jason Alexander ætla að leika saman á ný í gamanþætti Louis-Dreyfus, The New Adventures Of Old Christine.

Alexander fer með hlutverk sölumanns sem fer á stefnumót með Louis-Dreyfus. Alexander, sem er 47 ára, var sjö sinnum tilnefndur til Emmy-verðlaunanna á árunum 1990 til 1998 fyrir hluterk sitt í Seinfeld. Louis-Dreyfus vann Emmy-verðlaun á síðasta ári fyrir frammistöðu sína í Old Chrisine. Hún vann einnig Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í Seinfeld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.