Lífið

Jude Law handtekinn fyrir meinta líkamsárás

Jude er ekki hrifinn af því að teknar séu myndir af börnum hans
Jude er ekki hrifinn af því að teknar séu myndir af börnum hans MYND/Getty

Jude Law var handtekin fyrir utan heimili sitt í Maida Vale í vesturhluta London fyrir skemmstu og er honum gefið að sök að hafa ráðist á ónafngreindan ljósmyndara. Ljósmyndarinn er sagður hafa hlotið minniháttar meiðsl eftir að Law reyndi að hrifsa af honum myndavélina.

Farið var með Law á lögreglustöðina í Marylebone og honum haldið á þeim forsendum að hann hafi veitt manninum líkamlega áverka. Law neitaði sök. Tekin voru fingraför af leikaranum og honum gert að mæta aftur eftir mánuð.

Ljósmyndarinn segist hafa staðið í strætóskýli fyrir utan heimili leikarans og að hann hafi ekki einu sinni verið búinn að taka myndavélina upp úr bakpoka sínum. Þá hafi Law skyndilega birst og farið að ásaka ljósmyndarann um að reyna að ná myndum af börnum hans. Law kallaði manninn barnaníðing og reyndi að ná af honum myndavélinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.