Lífið

Komið í veg fyrir innbrot hjá Beckham hjónunum

Það er stundum erfitt að vera frægur
Það er stundum erfitt að vera frægur MYND/Getty

Óprúttinn aðili gerði sig líklegan til að brjótast inn hjá Beckham hjónunum á dögunum. Talsmaður hjónanna segir mann hafa falið sig í runnum umhverfis húsið og gert sig líklegan til að komast upp að því. Öryggisverðir komu auga á manninn en hann var þá fljótur að láta sig hverfa. Lögreglu var gert viðvart og náðist hann stuttu síðar.

Talsmaður hjónanna segir ekki ljóst hvort frekar verði aðhafst í málinu en hús þeirra er vel vaktað og komst maðurinn aldrei upp að því. Viktoríu hlýtur þó að hafa brugðið en hún var ein heima þegar atvikið átti sér stað.

Ljóst er að það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera frægur en David lenti í svipuðu atviki í síðasta mánuði. Öryggisvörður hans þurfti þá að glíma við æsta konu sem ætlaði að ráðast inn á hótelherbergi fótboltahetjunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.