Lífið

Justin og Timbaland héldu óvænta tónleika í Las Vegas

Gestir skemmtistaðarins Jet í Las Vegas fengu óvænta glaðning í sinn snúð í gærkvöldi því tónlistarmennirnir Justin Timerlake og Timbaland stigu óvænt á stokk þar í gærkvöld og fluttu nokkur af sínum frægustu lögum.

Þeir Timberlake og Timbaland birtust skyndilega í plötusnúðabúrinu með míkrafóna í hönd og hófu að ávarpa mannfjöldann við mikinn fögnuð gesta.

Því næst hófu þeir að flytja lög á borð við Love Stoned, Sexy back, My Love,og What goes around comes around. Að sögn vitna trylltist mannfjöldinn við þetta og virtust tvímenningarnir skemmta sér konunglega við þessa óvæntu uppákomu.

Að henni loknu brugðu félagarnir sér í VIP herbergi klúbbsins og brögðuðu á nokkrum kampavínsflöskum áður en haldið var heim í háttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.