Lífið

Astrópía gerir það gott

Ragnhildur Steinunn trekkir að enda tekur hún sig mjög vel út í myndinni
Ragnhildur Steinunn trekkir að enda tekur hún sig mjög vel út í myndinni

Astrópía er aðsóknarmesta myndin á Íslandi aðra vikuna í röð og hafa tæplega 22 þúsund manns séð hana. The Bourne Ultimatum sem hófst á sama tíma er í öðru sæti. Aðsókn á Astopíu jókst á milli vikna á meðan aðsókn á Bourne féll um 49 %.

Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri myndarinnar sem staddur er heima hjá sér í fæðingarorlofi, er himinlifandi með viðtökurnar. Hann segir greinilegt að myndin spyrjist vel út og er sérstaklega ánægður með að aðsóknin skuli hafa aukist á milli vikna. "Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu," segir hann glaður í bragði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.