Lífið

Höfðar mál gegn „Joey“

Matt LeBlanc fór með hlutverk Joey í þáttunum vinsælu Friends.
Matt LeBlanc fór með hlutverk Joey í þáttunum vinsælu Friends.

Camille Cerio, fyrrverandi umboðsmaður leikarans Matt LeBlanc, hefur höfðað mál gegn honum. Segir hún að leikarinn skuldi sér að minnsta kosti rúmar sextíu milljónir króna.

Camille segir að í bréfi til sín hafi leikarinnn samþykkt að borga henni 15% af þeim tekjum sem hann fengi fyrir leik sinn í framhaldsþættinum Friends Like Us. Síðar meir breyttist nafn þáttarins í Friends og varð hann gríðarlega vinsæll um heim allan. Að sögn Camille hætti hún að fá greiðslur frá LeBlanc árið 2000 og því skuldar hann henni stórar fjárhæðir, bæði fyrir þátttöku sína í Friends og þættinum Joey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.