Lífið

Sonur Helenu Christensen er skáksnillingur

Helena Christensen: Sonurinn er skáksnillingur.
Helena Christensen: Sonurinn er skáksnillingur.

Danska ofurfyrirsætan Helena Christensen geislar af gleði þessa daganna þar sem í ljós hefur komið að Mingus, sjö ára gamall sonur hennar, er skáksnillingur. Hefur honum þegar verið boðin staða í bandaríska skáklandsliðinu

Þótt Mingus hafi aðeins teflt í tvö ár bakar hann föður sinn, leikarann Norman Reedus, í hvert sinn sem þeir tefla. "Við höfum nýlega uppgvötvað þessa snilligáfu drengsins," segir Helena í samtali við Contact Music. "Mingus tefldi fyrir skömmu á skákmóti í Bandaríkjunum og náði þriðja sæti af 50 börnum. Eftir það var hann beðinn um að koma til liðs við landsliðið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.