Lífið

Framkomubanni aflétt af nemendum LHÍ

Andri Ólafsson skrifar
Hjálmar Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands
Hjálmar Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands

Stjórn Listaháskóla Íslands hefur ákveðið að aflétta svokölluðu framkomubanni sem verið hefur á nemendum skólans á skólatíma. Bannið náði til allra nemenda LHÍ og meinaði þeim að koma fram í leiksýningum, auglýsingum og öðrum álíka verkefnum á meðan þeir stunduðu nám í skólanum. Rektor skólans, Hjálmar Ragnarson, segir að nokkur pressa hafi verið frá nemendum á stjórn skólans að mýkja þessar reglur og ákveðið hafi verið að verða við því.

1. og 2. árs nemar í leikaradeild er ennþá meinuð þátttaka í leiklistarverkefnum utan skólans og nemendur í tónlistardeild og fræði og framkvæmd þurfa til þess skriflegt leyfi.

"Forsendan fyrir þessari reglu var sú að nemendur hefðu næði til að einbeita sér að náminu," segir Hjálmar sem segir að töluverð eftirspurn hefur alltaf verið eftir starfskröftum nemenda hans í gegn um tíðina. Til dæmis í auglýsingaverkefni og annað í þeim dúr.

"Við teljum hins vegar að nemendur geti öðlast nokkra reynslu með því að koma fram á öðrum vettvangi en innan veggja skólans og svo má ekki gleyma því að þarna getur verið um mikilvæga tekjulind fyrir nemendur að ræða. Við höfum því ákveðið að treysta því að nemendur þekki sín eigin takmörk í þessum efnum." bætir Hjálmar við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.