Lífið

Ráðist á Pitt

Pitt er staddur í Feneyjum til að kynna nýjustu mynd sína The Assassination Of Jesse James. Hann og Jolie fóru að því tilefni í sitt fínasta púss.
Pitt er staddur í Feneyjum til að kynna nýjustu mynd sína The Assassination Of Jesse James. Hann og Jolie fóru að því tilefni í sitt fínasta púss. MYND/Getty

Brad Pitt lenti í fremur óskemmtilegu atviki á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í gær þegar æstur aðdáandi réðst að honum og læsti höndunum utan um hálsinn á honum.

Pitt var í góðu yfirlæti að gefa aðdáendum eiginhandaáritanir þegar ung stúlka réðst í gegnum fjöldann, náði utan um hann og gerði sig líklega til að smella einum blautum á kinnina. Af myndbandi, sem náðist af atvikinu, að dæma virðist leikaranum hafa brugðið nokkuð í brún en lífverðirnir sem umkringdu hann voru þó fljótir að ná stúlkunni af honum og teyma hana í burtu.

Pitt brást við eins og sannur karlmaður og lét eins og ekkert hafði í skorist. Eftir að hafa náð áttum hélt hann áfram að leyfa fólki að mynda sig og gefa eiginhandaáritanir. Stúlkan sást hins vegar á tali við lífverði í mikilli geðshræringu. Hún brosti þó breitt og virtist heldur ánægð með uppátækið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.