Lífið

Tími ofurfyrirsætunnar er liðinn!

Claudia Schiffer
Claudia Schiffer MYND/Getty

Fyrirsætan Claudia Schiffer segir að tími ofurfyrirsætunnar sé liðinn. Hin 37 ára gamla fegurðardís segir, í samtali við tímaritið Fivetonine, að fyrirsætur í dag nái ekki sömu hæðum og áður. Í dag eru það frekar söng- og leikkonur sem fara á forsíður tímarita.



Cindy CrawfordMYND/Getty

"Til að verða ofurfyrirsæta þarftu að vera á forsíðum allra helstu tímarita um allan heim á sama tíma," segir Schiffer. " Í dag er það ekki hægt þar sem auglýsingaiðnaðurinn stílar inn á poppstjörnur og leikkonur. Það er til svo mikið af fallegum fyrirsætum en það er nær útilokað fyrir þær að ná jafn langt og við gerðum. Í mínum huga er brasilíska fyrirsætan Gisele Bundchen eina ofurfyrirsætan í dag."

Linda EvangelistaMYND/Getty

Á níunda áratugnum voru fyrirsætur á borð við Lindu Evangelistu, Cindy Crawford, Naomi Campbell og svo Schiffer allar skilgreindar sem ofurfyrirsætur og var varla til það mannsbarn sem ekki vissi hverjar þær voru.

Naomi CampbellMYND/Getty

"Ég man þá tíð þegar ég þurfti fjóra lífverði til að komast út í bíl eftir Chanel sýningu," segir Schiffer. "Þetta er ekki svona lengur," bætir hún við.

Gisele Bundchen er að mati Chiffer eina ofurfyrirsætan í dagMYND/Getty
.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.