Lífið

Svava á heimaslóðir

Björn kennir Svövu handtökin í golfi. Nóg er af grænum blettum í Fossvogi og ætti parið auðveldlega að geta slegið nokkrar kúlur í túnfætinum
Björn kennir Svövu handtökin í golfi. Nóg er af grænum blettum í Fossvogi og ætti parið auðveldlega að geta slegið nokkrar kúlur í túnfætinum MYND/365

Svava Johansen forstjóri NTC verslunarkeðjunnar er á leið á heimaslóðir en hún hefur fest kaup á 150 fermetra einbýlishúsi í Kvistalandi í Fossvogi. Svava hefur tímabundið búið í Garðabænum en þar áður bjó hún í Brekkugerði.

Hún segir ástæðuna fyrir flutningum meðal annars þá að fjölskyldan vilji komast í námunda við íþróttafélagið Víking þar sem sonur hennar sleit barnsskónum. "Fossvogurinn er líka með fallegri stöðum í Reykjavík og á ég von á því að þar sé gott að búa," segir Svava.

Svava og Björn Sveinbjörnsson, sambýlismaður hennar, eiga eftir að gera töluverðar breytingar á húsinu og flytja því ekki inn fyrr en líða fer á veturinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.