Lífið

Er Doherty að gera eitthvað í sínum málum?

Doherty hefur hingað til ekki verið mjög viljugur til að slaka á í neyslunni
Doherty hefur hingað til ekki verið mjög viljugur til að slaka á í neyslunni MYND/Getty

Dómsuppkvaðningu í máli Pete Doherty, söngvara Babyshambles, hefur verið frestað til annars október sökum þess að söngvarinn lét ekki sjá sig í dómssal. Talsmenn Doherty segja hann vera í meðferð og að það sé ástæða fjarverunnar.

Doherty var handtekin fyrir vörslu kókaíns, heróíns og kannabis í júlí síðastliðinn, einungis nokkrum klukkutímum eftir að hann kom fram á V-hátíðinni í Hylands Park í Chelmsford.

Davinder Lachlar dómari í málinu hefur lagt hart að söngvaranum að sýna lit og fara í meðferð. "Ef hann sýnir ekki fram á að hann sé að gera eitthvað í sínum málum mun hann annað hvort verða dæmdur til að gegna samfélagsþjónustu eða í fangelsi, " segi Lachlar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.