Lífið

Spiderman genginn út

Hjónakornin
Hjónakornin MYND/Getty

Tobey Maguire, betur þekktur sem Spiderman, giftist kærustu sinni, Jennifer Meyer, á Hawaii á mánudag. Athöfnin var látlaus og eingöngu nánustu ættingjum var boðið.

Þau Maguire og Meyer kynntust árið 2003 og trúlofuðu sig á síðasta ári. Saman eiga þau dótturina Ruby sem fæddist í nóvember síðastliðinn.

Meyer er dóttir Ron Meyer sem er æðsti yfirmaður Universal Studios.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.