Lífið

Amy og Blake komu allslaus heim til Bretlands

MYND/Getty

Vandræðahjónin Amy Winehouse og Blake Fielder-Civil eru nú komin heim til Bretlands eftir vikudvöl á lúxushóteli í St. Lúsíu. Hjónin sáust yfirgefa Gatwick flugvöllinn án alls farangurs. Það eina sem þau höfðu meðferðis voru spjarirnar sem þau voru í og brúkaupsmynd sem Blake hélt á undir hendinni.

Hjónin gátu ekki látið það vera að komast í fréttirnar á meðan þau voru í fríi en herbergi þeirra á Jade Mountain Resort hótelinu var útatað í blóði og ælu. Svo virðist sem þau hafi skilið föggur sínar eftir og yfirgefið staðinn í skyndi.

Blake var spurður að því á flugvellinum af hverju hann gengi um með brúðkaupsmyndina. "Mér finnst hún falleg og hún minnir okkur á það sem við eigum saman," var svarið.

Faðir Blakes líkti parinu í síðustu viku við heróín fíklana Sid Vicious úr Sex Pistols og kærustu hans Nancy Spungen sem Vicious var grunaður um að hafa myrt á hótelherbergi árið 1978. Þau Blake og Amy gefa, í samtali við The Sun, lítið fyrir samanburðinn og segir Blake allt tal um fíkniefnaneyslu þeirra vera rugl. Hann viðurkennir þó að þau hjónin hafi átt í erfiðleikum en segir að það standi allt til bóta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.