Lífið

Magga mublerar Versali

Danadrottning vílar það ekki fyrir sér að lána nokkur silfurhúsgögn
Danadrottning vílar það ekki fyrir sér að lána nokkur silfurhúsgögn MYND/Getty

Margrét Þórhildur Danadrottning hefur fallist á að lána 53 forlát silfurhúsgögn til Versala í Frakklandi. Húsgögnin verða þar hluti af sýningu sem opnar í sýningarsal sólarkonungsins þann 19. nóvember næstkomandi. Drottningin mun verða viðstödd opnun sýningarinnar ásamt Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands.

Nú þegar silfurhúsgögnin hafa verið fengin að láni hefur verið ákveðið að ráðast í breytingar á riddarasal Rósenborgarhallarinnar þar sem þau standa undir venjulegum kringumstæðum. Ný gólfefni verða sett á salinn og fór drottningin sjálf og valdi munstraðan marmara til að setja á gólfin.

Frekari breytingar verða gerðar á höllinni og stendur til að þeim verði lokið í apríl 2008 en þá verða silfurhúsgögnin send heim um hæl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.