Fleiri fréttir Vandræðalegt slys Keith Richards, gítarleikari The Rolling Stones, segist einungis hafa setið á trjábol en ekki verið að klifra upp í pálmatré þegar hann datt á hausinn í fríi á Fiji-eyjum í apríl. Þurfti hann að gangast undir heilaaðgerð í framhaldinu og fyrir vikið þurfti að fresta tónleikaferð Stones um Evrópu í sumar. 6.10.2006 10:00 Var ekki með Carter Ashlee Simpson segist hafa hlegið hátt og snjallt þegar hún las frásögn Nicks Carter, söngvara Backstreet Boys, en söngvarinn lýsti því yfir í samtali við PageSix.com að hann hefði sofið hjá Simpson á meðan hann var með Paris Hilton. 6.10.2006 09:00 Ætlar ekki að ættleiða Talsmaður söngkonunnar Madonnu segir ekkert hæft í þeim orðrómi að hún ætli að ættleiða eins árs gamlan dreng frá Malaví í Afríku. Samt sem áður er hún ekkert pirruð yfir fréttunum því þær veki athygli á vandamál barna í þessu fátæka ríki. 6.10.2006 08:00 Nördarnir slógu í gegn Rúmlega sjö þúsund manns mættu á Laugardalsvöll í gær til að berja leikmenn KF Nörd og Íslandsmeistarana í FH augum. Gríðarleg stemning myndaðist á vellinum og þurfti að seinka leiknum um stundarfjórðung á meðan fólk streymdi að. 5.10.2006 15:15 Þjóðleikhúsið frumsýnir á Selfossi Þjóðleikhúsið frumsýnir Patrek 1,5 eftir Michael Druker í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þriðjudaginn 10. október kl. 13.00. Þetta er hvorki hefðbundinn staður né stund fyrir frumsýningu á vegum Þjóðleikhússins en ástæðan er sú að hér er um að ræða leikrit sem er einkum ætlað ungu fólki og markar sýningin upphaf leikferðar Patreks 1,5 um landið þar sem sýnt verður í framhaldsskólum. 5.10.2006 15:00 Hádegistónleikar í Íslensku óperunni Hádegistónleikaröð Íslensku óperunnar hefur fest sig í sessi sem einn af föstum dagskráliðum Óperunnar undanfarin ár og alls verða fimm hádegistónleikar á dagskránni í vetur. 5.10.2006 14:25 8mm veisla Páls Óskars Þeir sem kunna að meta jaðarmyndir og kynlega kvisti í kvikmyndagerð ættu ekki að láta sig vanta í B-mynda veislu Páls Óskars í Tjarnarbíói í kvöld. Páll Óskar ætlar að sýna samtíning úr 8mm filmusafni sínu og þar ægir saman hryllingi, „splatter“, skrímslum, kung-fu, vísindaskáldskap og „blaxplotation“. 5.10.2006 10:07 Tori ófrísk Stjarnan úr sjónvarpsþáttunum sálugu Beverly Hills 90210, Tori Spelling, á von á sínu fyrsta barni. Barnsfaðir hennar og nýbakaður eiginmaður er Dean McDermont en hann á fyrir átta ára gamlan son. 5.10.2006 10:06 Yoko Ono boðar heimsfrið á Íslandi Undirbúningur fyrir heimsókn Yoko Ono, listakonu, tónlistakonu og friðarsinna, stendur nú sem hæst. Þessi heimsfræga ekkja Bítilsins John Lennon er væntanlega hingað til lands á morgun. Hún stendur fyrir tveimur athöfnum hérlendis og mun boða heimsfrið á fæðingadegi Lennon þann 9. október. 4.10.2006 17:44 Að spyrja réttu spurninganna Leikstjórinn Atom Egoyan er sérstakur gestur Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík og handhafi verðlauna þeirra fyrir framúrskarandi listræna kvikmyndasýn. Egoyan ræddi við Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur um pólitíkina, stafrænu byltinguna og samband sitt við leikhúsið. 4.10.2006 16:30 Fortíðin gerð upp í ljóðum Bjarni Bernharður, ljóðskáld og myndlistarmaður, hefur sent frá sér ljóðabókina Vélgöltinn þar sem hann gerir upp við örlagaríka atburði úr fortíð sinni. Þetta er tólfta ljóðabók Bjarna sem hefur verið afkastamikill á síðustu árum. „Ég hef gefið út eina bók á ári frá árinu 2002,“ segir Bjarni. 4.10.2006 16:00 Framtíð Nýlistasafnsins Málþing um safneign Nýlistasafnsins verður haldið í salarkynnum safnsins við Laugaveg í kvöld kl. 20. Nokkrir velunnarar safnsins verða í pallborði. 4.10.2006 15:30 Hef ekki sagt mitt síðasta í sjónvarpi Inga Lind Karlsdóttir, sem verið hefur ein aðalsprautan í dægurmálaþættinum Ísland í dag, hefur ákveðið að segja skilið við þáttinn og Stöð 2. 4.10.2006 15:00 Í síðustu hringferðinni Þáttaskil eru í lífi söngvaskáldsins Harðar Torfasonar, sem nú leggur upp í sína síðustu hringferð um landið. Ég hóf að ferðast um landið sem söngvaskáld árið 1970 og smám saman þróaðist starf mitt út í að ég fór allan hringinn nánast á hverju ári og stundum tvisvar. Það er varla til það þorp eða bær á landinu sem ég hef ekki heimsótt með tónleika og flest þeirra oftar en einu sinni. Þetta er því orðið drjúgt ævistarf. Þetta þýðir ekki að ég sé hættur að ferðast um landið með tónleika heldur aðeins að ég fer aldrei aftur heila hringferð líkt og ég hefur gert í áratugi. Ég mun eftir sem áður halda áfram að heimsækja ýmsa byggðarkjarna og staði með tónleika mína, segir Hörður. 4.10.2006 14:45 Afhausun í beinni í stuttmynd Ara Kvikmyndagerðamaðurinn Ari Alexander Ergis sýnir stuttmyndina sína Arabíska nætur á undan mynd Michael Winterbottom, The Road to Guantanmo, laugardaginn 7.október klukkan tíu á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. 4.10.2006 14:15 Lof og prís í Danmörku Einn bókmenntagagnrýnenda danska dagblaðsins Politiken lofsöng rithöfundurinn Hallgrím Helgason í grein sem birtist síðastliðinn laugardag. Gagnrýnandinn May Schack segir um skáldsöguna Höfund Íslands að í skrifum Hallgríms búi gríðarlegur lífskraftur. Enn fremur segir hún Hallgrím ná að fanga aðalpersónu verksins með kaldhæðni sem hittir beint í mark. Skáldsagan kom fyrst út hérlendis árið 2001 og hlaut Hallgrímur Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir hana. 4.10.2006 14:00 Sameinaðir í nýjum þætti Það var bara kominn tími til að við tækjum höndum saman, segir Benedikt Reynisson um samstarf sitt og Árna Þórs Jónssonar í útvarpsþættinum Marzípan sem fer í loftið á Rás 2 annað kvöld. Stjórnendurnir eru tónlistaráhugafólki að góðu kunnir fyrir útvarpsþætti sem þeir hafa áður stjórnað. Benni hefur stjórnað Karate á ýmsum stöðvum, síðast á XFM, síðastliðin þrjú og hálft ár. Árni hefur stjórnað Sýrðum rjóma með hléum síðan 1993 þegar þátturinn hóf göngu sína á Útrás. 4.10.2006 13:30 Sköpunarkraftur fyrr og nú Tónlistarmaðurinn Benedikt Hermann Hermannsson, Benni Hemm Hemm, hefur samið nýja tónlist við stórvirki sænska leikstjórans Victor Sjöstrom, Berg-Ejvind och hans hustru, sem hann byggir á sögu leikriti Jóhanns Sigurjónssar um útlegumanninn Fjalla-Eyvind. Hljómsveit Benna Hemm Hemm mun flytja tónlistina á tvennum tónleikum í Tjarnarbíói í kvöld og annað kvöld. 4.10.2006 13:00 Á deiti með Keanu Lindsay Lohan skellti sér á stefnumót með Keanu Reeves í vikunni. Leikkonan unga og hjartaknúsarinn Keanu sáust yfirgefa Teddys Lounge í Los Angeles um helgina og þótti viðstöddum sem afar vel færi á með þeim. Lindsay er nýhætt með kærastanum Harry Morton og segja illa tungur að stefnumótið með Keanu hafi bara verið til að gera hann afbrýðissaman. 4.10.2006 12:45 Tekur sér frí Leikkonan ástsæla Kate Winslet hefur ákveðið að taka sér pásu frá kvikmyndum í bili til að sinna móðurhlutverkinu. Winslet er gift leikstjóranum Sam Mendes og eiga þau saman einn son en Winslet á einnig eina dóttur úr fyrra hjónabandi. Winslet tók þessa ákvörðun eftir að hafa verið við tökur á kvikmyndinni Little children þar sem hún var í hlutverki móður sem á vont samband við börnin sín. Ég fattaði það við tökurnar hversu mikilvægt það er að samband foreldra og barna sé í lagi og nú ætla ég að einbeita mér að því með börnunum mínum, segir hin breska leikkona Kate Winslet. 4.10.2006 12:30 Tregablandin lífsgleði Tónlistarkonan Fabúla, sem heitir réttu nafni Margrét Kristín Sigurðardóttir, hefur gefið út sína þriðju plötu, Dusk. 4.10.2006 12:15 Undirbúa írskt sveitabrúðkaup Skandalaparið Kate Moss og Pete Doherty er að undirbúa írskt sveitabrúðkaup þessa dagana. Samkvæmt breskum slúðurblöðum er Kate búin að vera með Doherty og Babyshambles á tónleikaferðalagi um Írland og hafa þau ákveðið að ganga í það heilaga þar ásamt því að eyða hveitbrauðsdögunum sínum þar. 4.10.2006 11:45 Uppselt á hálftíma Uppselt er í stúku á tónleika Sir Cliff Richard í Laugardalshöll þann 28. mars á næsta ári. 4.10.2006 11:30 Vill stofna eigin stjórnmálaflokk Gerður Kristný rithöfundur stóð í stórræðum í sumar og skóp hvorki meira né minna en nýtt löggjafarþing. "Alþingi hafði samband við mig og bað mig um að skrifa handrit að skólaþingi fyrir nemendur í 9. og 10. bekk, sem fer vonandi í gang næsta haust," segir Gerður. 4.10.2006 11:00 Vondi karlinn Bernal Kvikmyndirnar um Jason Bourne og ævintýri hans hafa slegið í gegn um allan heim. Nú er þriðja og síðasta myndin í undirbúningi og vondi karlinn kemur að öllum líkindum frá Mexíkó. 4.10.2006 10:00 Ævarandi rómantík Sýningin „Ef þú giftist“, um brúðkaup og brúðkaupssiði, sem nú stendur yfir í Minjasafni Akureyrar, hefur verið framlengd til 19. nóvember vegna góðrar aðsóknar. 4.10.2006 09:00 Önnur úthlutun CIA Fagnefnd Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar hefur úthlutað styrkjum í síðari styrkjalotu ársins. CIA.IS styrkir íslenska myndlistarmenn til starfa og sýningarhalds erlendis en á árinu hafa slíkir styrkir hlotnast fjörutíu listamönnum. 4.10.2006 08:00 Nördar leika til sigurs Æði sérstakur knattspyrnuleikur fer fram á Laugardalsvelli í kvöld þegar sjónvarpsliðið KF Nörd tekur á móti Íslandsmeisturum FH klukkan hálf átta. Þegar hafa um sjö þúsund manns tryggt sér miða á leikinn en hann verður síðan sýndur í síðasta þættinum um nirðina sextán sem læra knattspyrnu í fyrsta sinn. 4.10.2006 17:00 Samfés yfirstaðið Á nýafstöðnu landsmóti Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, var mikil og þétt dagskrá frá föstudeginum 29. September til 1. október. Hátíðin var opnuð með heimsókn formanns ÍTR sem reyndi meðal annars að kenna þátttakendum að klappa með annarri hendi. 3.10.2006 17:30 Bland í poka í Kjallaranum Leikhópurinn Hugleikur hóf samstarf við Þjóðleikhúskjallarann í fyrravetur og sýndi þar sjö sýningar undir nafninu Þetta mánaðarlega. Þar var um að ræða einþáttungasýningar, eitt klukkutíma langt óperuþykkni, eina klukkutíma leiksýningu, auk þess sem margar sýninganna voru kryddaðar með tónlist af ýmsu tagi. 3.10.2006 17:00 Sextíu atriði skráðu sig í X-Factor Áheyrnarprufur fyrir X-Factor, nýjan sönghæfileikaþátt sem sýndur verður á Stöð 2 í vetur, hófust á Akureyri í dag. Um hundrað manns mættu til leiks og hafa sextíu atriði skráð sig. 3.10.2006 16:34 Eyðir heilum mánuði í tælenskum bardagabúðum Unnur Linda Konráðsdóttir leggur stund á heldur ófhefðbundna íþrótt, en hún hefur dvalist í muay-thai æfingabúðum á Tælandi síðasta mánuðinn. „Muay thai er tælensk kickbox íþrótt. Það er leyfilegt að sparka, kýla og nota olnbogana og hnén í bardögum,“ útskýrir Unnur, sem hefur aldrei lagt stund á bardagaíþróttir áður og segist einfaldlega hafa viljað koma sér í gott líkamlegt form. 3.10.2006 15:00 Brúðkaup og tíska 1800-2005 Mikill áhugi er á brúðkaupum, brúðkaupssiðum og tískustraumum; klæðnaði, ljósmyndun brúðhjóna, mat og drykk ef marka má góða aðsókn á sumarsýningu Minjasafnsins á Akureyri Ef þú giftist. En hún fjallar einmitt um brúðkaup og brúðkaupssiði í gegnum tíðina. 3.10.2006 15:00 Fraser á lífinu í miðborg Reykjavíkur Hollywoodstjarnan Brendan Fraser naut lífsins í Reykjavík um helgina og mátti sjá honum bregða fyrir á Ölstofunni aðfaranótt laugardags en hann er staddur hér á landi vegna upptaka á kvikmyndinni Journey 3 - D. Brendan var í miðborginni með mótleikkonu sinni Anitu Briem og leikstjóranum Eric Brevig en hersingin borðaði meðal annars á veitingastaðnum Við tjörnina fyrr um kvöldið. 3.10.2006 14:30 Hættur hjá Nýhil Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri jaðarforlagsins Nýhil, er hættur hjá útgáfunni. Þór hefur ásamt Viðari Þorsteinssyni útgáfustjóra haldið utan um starfsemi og úgáfu Nýhils undanfarin misseri. Þór vill sem minnst segja um ástæðu brotthvarfs síns annað en að honum hafi þótt það tímabært. 3.10.2006 14:00 SIGN fær frábæran dóm í Kerrrang Rokkhljómsveitin Sign lýkur þriggja vikna tónleikaferð sinni um Evrópu á Mean Fiddler í London fimmtudgskvöldið 5. október. Sign liðum var boðið að hita upp með Wednesday 13 sem er hljómsveit fyrrum söngvara Murderdolls, en hljómsveitirnar spila 17 tónleika á 20 dögum í Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi og Belgíu. 3.10.2006 13:30 Langar í son Brad Pitt langar mikið til að eignast son af eigin holdi og blóði. Leikarinn kunni hefur tjáð kærustunni, Angelinu Jolie, að hann vilji að þau reyni að eignast annað barn eins fljótt og auðið er. Þetta hefur skapað deilur þeirra á milli því Angelina vill frekar ættleiða fleiri börn. 3.10.2006 13:00 Lét krúnuna frá sér Unnur Birna Vilhjálmsdóttir krýndi arftaka sinn í keppninni Ungfrú heimur sem haldin var hátíðleg á laugardaginn í Varsjá í Póllandi. Sú sem bar sigur úr býtum var hin 18 ára Tatana Kucharova frá Tékklandi og sigraði hún 103 stúlkur sem tóku þátt í keppninni. 3.10.2006 12:30 Reynir í vangadansi við Baug „Ég vann á Fréttablaðinu í tíð Baugs og geng áhyggjulaus til þessa verks. Aldrei var reynt að hafa áhrif á skrif mín þar. Beinlínis móðgun ef menn halda því fram að ég sé eitthvert handbendi. Á endanum er allt sem skiptir máli mín fagmennska og hvað ég geri í blaðamennsku,” segir Reynir Traustason ritstjóri. 3.10.2006 12:00 Robbie til sálfræðings Robbie Williams er farinn að sækja viðtalstíma hjá sálfræðingi, eftir að áhyggjufull móðir hans grátbað hann um það. Fyrir skemmstu móðgaði Robbie aðdáendur sína í Asíu þegar hann aflýsti tónleikaferð sinni þar vegna „stress og ofþreytu". 3.10.2006 11:00 Rokkaði sveitarstjórinn áfram Eins og greint var frá í Fréttablaðinu á laugardaginn var haldin karókíkeppni vinnustaða á skemmtistaðnum Bragganum á Hólmavík um kvöldið. Um var að ræða undankeppni en úrslitakvöldið fer fram eftir tæpar tvær vikur. 3.10.2006 10:00 Sér eftir að hafa haldið framhjá Siennu Miller Leikarinn Jude Law sér mikið eftir því að hafa haldið framhjá Siennu Miller. Hann segist hafa beðist afsökunar, vill gleyma atvikinu og halda áfram lífi sínu. 3.10.2006 09:00 Sumir spila bridds - við skrifum bækur Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson senda frá sér nýja spennusögu, Farþegann, á næstu vikum. Hún er önnur bókin sem þeir skrifa saman, en þeir sendu frá sér Í upphafi var morðið árið 2002 og hafa áður skrifað saman sjónvarpshandrit. 3.10.2006 08:00 Mikhail Gorbatsjov í Háskólabíói Undirbúningur komu Gorbatsjov, nóbelsverðlaunahafa, fyrrverandi aðalritara sovéska Kommúnistaflokksins og leiðtoga Sovétríkjanna, til Íslands er nú á lokasprettinum. Miðasala hefur gengið vel og eru nú innan við 200 miðar óseldir. Á fimmtudaginn hefst sala á ósóttum pöntunum. 2.10.2006 15:15 MR-ingar í fyrirsætustörf Sævar Karl og Menntaskólinn í Reykjavík ætla að sameina krafta sína og halda glæsilega tískusýningu í búðarglugga Sævars Karls á Bankastrætinu. 2.10.2006 14:00 Sjá næstu 50 fréttir
Vandræðalegt slys Keith Richards, gítarleikari The Rolling Stones, segist einungis hafa setið á trjábol en ekki verið að klifra upp í pálmatré þegar hann datt á hausinn í fríi á Fiji-eyjum í apríl. Þurfti hann að gangast undir heilaaðgerð í framhaldinu og fyrir vikið þurfti að fresta tónleikaferð Stones um Evrópu í sumar. 6.10.2006 10:00
Var ekki með Carter Ashlee Simpson segist hafa hlegið hátt og snjallt þegar hún las frásögn Nicks Carter, söngvara Backstreet Boys, en söngvarinn lýsti því yfir í samtali við PageSix.com að hann hefði sofið hjá Simpson á meðan hann var með Paris Hilton. 6.10.2006 09:00
Ætlar ekki að ættleiða Talsmaður söngkonunnar Madonnu segir ekkert hæft í þeim orðrómi að hún ætli að ættleiða eins árs gamlan dreng frá Malaví í Afríku. Samt sem áður er hún ekkert pirruð yfir fréttunum því þær veki athygli á vandamál barna í þessu fátæka ríki. 6.10.2006 08:00
Nördarnir slógu í gegn Rúmlega sjö þúsund manns mættu á Laugardalsvöll í gær til að berja leikmenn KF Nörd og Íslandsmeistarana í FH augum. Gríðarleg stemning myndaðist á vellinum og þurfti að seinka leiknum um stundarfjórðung á meðan fólk streymdi að. 5.10.2006 15:15
Þjóðleikhúsið frumsýnir á Selfossi Þjóðleikhúsið frumsýnir Patrek 1,5 eftir Michael Druker í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þriðjudaginn 10. október kl. 13.00. Þetta er hvorki hefðbundinn staður né stund fyrir frumsýningu á vegum Þjóðleikhússins en ástæðan er sú að hér er um að ræða leikrit sem er einkum ætlað ungu fólki og markar sýningin upphaf leikferðar Patreks 1,5 um landið þar sem sýnt verður í framhaldsskólum. 5.10.2006 15:00
Hádegistónleikar í Íslensku óperunni Hádegistónleikaröð Íslensku óperunnar hefur fest sig í sessi sem einn af föstum dagskráliðum Óperunnar undanfarin ár og alls verða fimm hádegistónleikar á dagskránni í vetur. 5.10.2006 14:25
8mm veisla Páls Óskars Þeir sem kunna að meta jaðarmyndir og kynlega kvisti í kvikmyndagerð ættu ekki að láta sig vanta í B-mynda veislu Páls Óskars í Tjarnarbíói í kvöld. Páll Óskar ætlar að sýna samtíning úr 8mm filmusafni sínu og þar ægir saman hryllingi, „splatter“, skrímslum, kung-fu, vísindaskáldskap og „blaxplotation“. 5.10.2006 10:07
Tori ófrísk Stjarnan úr sjónvarpsþáttunum sálugu Beverly Hills 90210, Tori Spelling, á von á sínu fyrsta barni. Barnsfaðir hennar og nýbakaður eiginmaður er Dean McDermont en hann á fyrir átta ára gamlan son. 5.10.2006 10:06
Yoko Ono boðar heimsfrið á Íslandi Undirbúningur fyrir heimsókn Yoko Ono, listakonu, tónlistakonu og friðarsinna, stendur nú sem hæst. Þessi heimsfræga ekkja Bítilsins John Lennon er væntanlega hingað til lands á morgun. Hún stendur fyrir tveimur athöfnum hérlendis og mun boða heimsfrið á fæðingadegi Lennon þann 9. október. 4.10.2006 17:44
Að spyrja réttu spurninganna Leikstjórinn Atom Egoyan er sérstakur gestur Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík og handhafi verðlauna þeirra fyrir framúrskarandi listræna kvikmyndasýn. Egoyan ræddi við Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur um pólitíkina, stafrænu byltinguna og samband sitt við leikhúsið. 4.10.2006 16:30
Fortíðin gerð upp í ljóðum Bjarni Bernharður, ljóðskáld og myndlistarmaður, hefur sent frá sér ljóðabókina Vélgöltinn þar sem hann gerir upp við örlagaríka atburði úr fortíð sinni. Þetta er tólfta ljóðabók Bjarna sem hefur verið afkastamikill á síðustu árum. „Ég hef gefið út eina bók á ári frá árinu 2002,“ segir Bjarni. 4.10.2006 16:00
Framtíð Nýlistasafnsins Málþing um safneign Nýlistasafnsins verður haldið í salarkynnum safnsins við Laugaveg í kvöld kl. 20. Nokkrir velunnarar safnsins verða í pallborði. 4.10.2006 15:30
Hef ekki sagt mitt síðasta í sjónvarpi Inga Lind Karlsdóttir, sem verið hefur ein aðalsprautan í dægurmálaþættinum Ísland í dag, hefur ákveðið að segja skilið við þáttinn og Stöð 2. 4.10.2006 15:00
Í síðustu hringferðinni Þáttaskil eru í lífi söngvaskáldsins Harðar Torfasonar, sem nú leggur upp í sína síðustu hringferð um landið. Ég hóf að ferðast um landið sem söngvaskáld árið 1970 og smám saman þróaðist starf mitt út í að ég fór allan hringinn nánast á hverju ári og stundum tvisvar. Það er varla til það þorp eða bær á landinu sem ég hef ekki heimsótt með tónleika og flest þeirra oftar en einu sinni. Þetta er því orðið drjúgt ævistarf. Þetta þýðir ekki að ég sé hættur að ferðast um landið með tónleika heldur aðeins að ég fer aldrei aftur heila hringferð líkt og ég hefur gert í áratugi. Ég mun eftir sem áður halda áfram að heimsækja ýmsa byggðarkjarna og staði með tónleika mína, segir Hörður. 4.10.2006 14:45
Afhausun í beinni í stuttmynd Ara Kvikmyndagerðamaðurinn Ari Alexander Ergis sýnir stuttmyndina sína Arabíska nætur á undan mynd Michael Winterbottom, The Road to Guantanmo, laugardaginn 7.október klukkan tíu á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. 4.10.2006 14:15
Lof og prís í Danmörku Einn bókmenntagagnrýnenda danska dagblaðsins Politiken lofsöng rithöfundurinn Hallgrím Helgason í grein sem birtist síðastliðinn laugardag. Gagnrýnandinn May Schack segir um skáldsöguna Höfund Íslands að í skrifum Hallgríms búi gríðarlegur lífskraftur. Enn fremur segir hún Hallgrím ná að fanga aðalpersónu verksins með kaldhæðni sem hittir beint í mark. Skáldsagan kom fyrst út hérlendis árið 2001 og hlaut Hallgrímur Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir hana. 4.10.2006 14:00
Sameinaðir í nýjum þætti Það var bara kominn tími til að við tækjum höndum saman, segir Benedikt Reynisson um samstarf sitt og Árna Þórs Jónssonar í útvarpsþættinum Marzípan sem fer í loftið á Rás 2 annað kvöld. Stjórnendurnir eru tónlistaráhugafólki að góðu kunnir fyrir útvarpsþætti sem þeir hafa áður stjórnað. Benni hefur stjórnað Karate á ýmsum stöðvum, síðast á XFM, síðastliðin þrjú og hálft ár. Árni hefur stjórnað Sýrðum rjóma með hléum síðan 1993 þegar þátturinn hóf göngu sína á Útrás. 4.10.2006 13:30
Sköpunarkraftur fyrr og nú Tónlistarmaðurinn Benedikt Hermann Hermannsson, Benni Hemm Hemm, hefur samið nýja tónlist við stórvirki sænska leikstjórans Victor Sjöstrom, Berg-Ejvind och hans hustru, sem hann byggir á sögu leikriti Jóhanns Sigurjónssar um útlegumanninn Fjalla-Eyvind. Hljómsveit Benna Hemm Hemm mun flytja tónlistina á tvennum tónleikum í Tjarnarbíói í kvöld og annað kvöld. 4.10.2006 13:00
Á deiti með Keanu Lindsay Lohan skellti sér á stefnumót með Keanu Reeves í vikunni. Leikkonan unga og hjartaknúsarinn Keanu sáust yfirgefa Teddys Lounge í Los Angeles um helgina og þótti viðstöddum sem afar vel færi á með þeim. Lindsay er nýhætt með kærastanum Harry Morton og segja illa tungur að stefnumótið með Keanu hafi bara verið til að gera hann afbrýðissaman. 4.10.2006 12:45
Tekur sér frí Leikkonan ástsæla Kate Winslet hefur ákveðið að taka sér pásu frá kvikmyndum í bili til að sinna móðurhlutverkinu. Winslet er gift leikstjóranum Sam Mendes og eiga þau saman einn son en Winslet á einnig eina dóttur úr fyrra hjónabandi. Winslet tók þessa ákvörðun eftir að hafa verið við tökur á kvikmyndinni Little children þar sem hún var í hlutverki móður sem á vont samband við börnin sín. Ég fattaði það við tökurnar hversu mikilvægt það er að samband foreldra og barna sé í lagi og nú ætla ég að einbeita mér að því með börnunum mínum, segir hin breska leikkona Kate Winslet. 4.10.2006 12:30
Tregablandin lífsgleði Tónlistarkonan Fabúla, sem heitir réttu nafni Margrét Kristín Sigurðardóttir, hefur gefið út sína þriðju plötu, Dusk. 4.10.2006 12:15
Undirbúa írskt sveitabrúðkaup Skandalaparið Kate Moss og Pete Doherty er að undirbúa írskt sveitabrúðkaup þessa dagana. Samkvæmt breskum slúðurblöðum er Kate búin að vera með Doherty og Babyshambles á tónleikaferðalagi um Írland og hafa þau ákveðið að ganga í það heilaga þar ásamt því að eyða hveitbrauðsdögunum sínum þar. 4.10.2006 11:45
Uppselt á hálftíma Uppselt er í stúku á tónleika Sir Cliff Richard í Laugardalshöll þann 28. mars á næsta ári. 4.10.2006 11:30
Vill stofna eigin stjórnmálaflokk Gerður Kristný rithöfundur stóð í stórræðum í sumar og skóp hvorki meira né minna en nýtt löggjafarþing. "Alþingi hafði samband við mig og bað mig um að skrifa handrit að skólaþingi fyrir nemendur í 9. og 10. bekk, sem fer vonandi í gang næsta haust," segir Gerður. 4.10.2006 11:00
Vondi karlinn Bernal Kvikmyndirnar um Jason Bourne og ævintýri hans hafa slegið í gegn um allan heim. Nú er þriðja og síðasta myndin í undirbúningi og vondi karlinn kemur að öllum líkindum frá Mexíkó. 4.10.2006 10:00
Ævarandi rómantík Sýningin „Ef þú giftist“, um brúðkaup og brúðkaupssiði, sem nú stendur yfir í Minjasafni Akureyrar, hefur verið framlengd til 19. nóvember vegna góðrar aðsóknar. 4.10.2006 09:00
Önnur úthlutun CIA Fagnefnd Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar hefur úthlutað styrkjum í síðari styrkjalotu ársins. CIA.IS styrkir íslenska myndlistarmenn til starfa og sýningarhalds erlendis en á árinu hafa slíkir styrkir hlotnast fjörutíu listamönnum. 4.10.2006 08:00
Nördar leika til sigurs Æði sérstakur knattspyrnuleikur fer fram á Laugardalsvelli í kvöld þegar sjónvarpsliðið KF Nörd tekur á móti Íslandsmeisturum FH klukkan hálf átta. Þegar hafa um sjö þúsund manns tryggt sér miða á leikinn en hann verður síðan sýndur í síðasta þættinum um nirðina sextán sem læra knattspyrnu í fyrsta sinn. 4.10.2006 17:00
Samfés yfirstaðið Á nýafstöðnu landsmóti Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, var mikil og þétt dagskrá frá föstudeginum 29. September til 1. október. Hátíðin var opnuð með heimsókn formanns ÍTR sem reyndi meðal annars að kenna þátttakendum að klappa með annarri hendi. 3.10.2006 17:30
Bland í poka í Kjallaranum Leikhópurinn Hugleikur hóf samstarf við Þjóðleikhúskjallarann í fyrravetur og sýndi þar sjö sýningar undir nafninu Þetta mánaðarlega. Þar var um að ræða einþáttungasýningar, eitt klukkutíma langt óperuþykkni, eina klukkutíma leiksýningu, auk þess sem margar sýninganna voru kryddaðar með tónlist af ýmsu tagi. 3.10.2006 17:00
Sextíu atriði skráðu sig í X-Factor Áheyrnarprufur fyrir X-Factor, nýjan sönghæfileikaþátt sem sýndur verður á Stöð 2 í vetur, hófust á Akureyri í dag. Um hundrað manns mættu til leiks og hafa sextíu atriði skráð sig. 3.10.2006 16:34
Eyðir heilum mánuði í tælenskum bardagabúðum Unnur Linda Konráðsdóttir leggur stund á heldur ófhefðbundna íþrótt, en hún hefur dvalist í muay-thai æfingabúðum á Tælandi síðasta mánuðinn. „Muay thai er tælensk kickbox íþrótt. Það er leyfilegt að sparka, kýla og nota olnbogana og hnén í bardögum,“ útskýrir Unnur, sem hefur aldrei lagt stund á bardagaíþróttir áður og segist einfaldlega hafa viljað koma sér í gott líkamlegt form. 3.10.2006 15:00
Brúðkaup og tíska 1800-2005 Mikill áhugi er á brúðkaupum, brúðkaupssiðum og tískustraumum; klæðnaði, ljósmyndun brúðhjóna, mat og drykk ef marka má góða aðsókn á sumarsýningu Minjasafnsins á Akureyri Ef þú giftist. En hún fjallar einmitt um brúðkaup og brúðkaupssiði í gegnum tíðina. 3.10.2006 15:00
Fraser á lífinu í miðborg Reykjavíkur Hollywoodstjarnan Brendan Fraser naut lífsins í Reykjavík um helgina og mátti sjá honum bregða fyrir á Ölstofunni aðfaranótt laugardags en hann er staddur hér á landi vegna upptaka á kvikmyndinni Journey 3 - D. Brendan var í miðborginni með mótleikkonu sinni Anitu Briem og leikstjóranum Eric Brevig en hersingin borðaði meðal annars á veitingastaðnum Við tjörnina fyrr um kvöldið. 3.10.2006 14:30
Hættur hjá Nýhil Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri jaðarforlagsins Nýhil, er hættur hjá útgáfunni. Þór hefur ásamt Viðari Þorsteinssyni útgáfustjóra haldið utan um starfsemi og úgáfu Nýhils undanfarin misseri. Þór vill sem minnst segja um ástæðu brotthvarfs síns annað en að honum hafi þótt það tímabært. 3.10.2006 14:00
SIGN fær frábæran dóm í Kerrrang Rokkhljómsveitin Sign lýkur þriggja vikna tónleikaferð sinni um Evrópu á Mean Fiddler í London fimmtudgskvöldið 5. október. Sign liðum var boðið að hita upp með Wednesday 13 sem er hljómsveit fyrrum söngvara Murderdolls, en hljómsveitirnar spila 17 tónleika á 20 dögum í Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi og Belgíu. 3.10.2006 13:30
Langar í son Brad Pitt langar mikið til að eignast son af eigin holdi og blóði. Leikarinn kunni hefur tjáð kærustunni, Angelinu Jolie, að hann vilji að þau reyni að eignast annað barn eins fljótt og auðið er. Þetta hefur skapað deilur þeirra á milli því Angelina vill frekar ættleiða fleiri börn. 3.10.2006 13:00
Lét krúnuna frá sér Unnur Birna Vilhjálmsdóttir krýndi arftaka sinn í keppninni Ungfrú heimur sem haldin var hátíðleg á laugardaginn í Varsjá í Póllandi. Sú sem bar sigur úr býtum var hin 18 ára Tatana Kucharova frá Tékklandi og sigraði hún 103 stúlkur sem tóku þátt í keppninni. 3.10.2006 12:30
Reynir í vangadansi við Baug „Ég vann á Fréttablaðinu í tíð Baugs og geng áhyggjulaus til þessa verks. Aldrei var reynt að hafa áhrif á skrif mín þar. Beinlínis móðgun ef menn halda því fram að ég sé eitthvert handbendi. Á endanum er allt sem skiptir máli mín fagmennska og hvað ég geri í blaðamennsku,” segir Reynir Traustason ritstjóri. 3.10.2006 12:00
Robbie til sálfræðings Robbie Williams er farinn að sækja viðtalstíma hjá sálfræðingi, eftir að áhyggjufull móðir hans grátbað hann um það. Fyrir skemmstu móðgaði Robbie aðdáendur sína í Asíu þegar hann aflýsti tónleikaferð sinni þar vegna „stress og ofþreytu". 3.10.2006 11:00
Rokkaði sveitarstjórinn áfram Eins og greint var frá í Fréttablaðinu á laugardaginn var haldin karókíkeppni vinnustaða á skemmtistaðnum Bragganum á Hólmavík um kvöldið. Um var að ræða undankeppni en úrslitakvöldið fer fram eftir tæpar tvær vikur. 3.10.2006 10:00
Sér eftir að hafa haldið framhjá Siennu Miller Leikarinn Jude Law sér mikið eftir því að hafa haldið framhjá Siennu Miller. Hann segist hafa beðist afsökunar, vill gleyma atvikinu og halda áfram lífi sínu. 3.10.2006 09:00
Sumir spila bridds - við skrifum bækur Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson senda frá sér nýja spennusögu, Farþegann, á næstu vikum. Hún er önnur bókin sem þeir skrifa saman, en þeir sendu frá sér Í upphafi var morðið árið 2002 og hafa áður skrifað saman sjónvarpshandrit. 3.10.2006 08:00
Mikhail Gorbatsjov í Háskólabíói Undirbúningur komu Gorbatsjov, nóbelsverðlaunahafa, fyrrverandi aðalritara sovéska Kommúnistaflokksins og leiðtoga Sovétríkjanna, til Íslands er nú á lokasprettinum. Miðasala hefur gengið vel og eru nú innan við 200 miðar óseldir. Á fimmtudaginn hefst sala á ósóttum pöntunum. 2.10.2006 15:15
MR-ingar í fyrirsætustörf Sævar Karl og Menntaskólinn í Reykjavík ætla að sameina krafta sína og halda glæsilega tískusýningu í búðarglugga Sævars Karls á Bankastrætinu. 2.10.2006 14:00