Lífið

Vandræðalegt slys

keith richards Gítarleikari Stones er búinn að jafna sig eftir heilaskurðaðgerð.
keith richards Gítarleikari Stones er búinn að jafna sig eftir heilaskurðaðgerð.

Keith Richards, gítarleikari The Rolling Stones, segist einungis hafa setið á trjábol en ekki verið að klifra upp í pálmatré þegar hann datt á hausinn í fríi á Fiji-eyjum í apríl. Þurfti hann að gangast undir heilaaðgerð í framhaldinu og fyrir vikið þurfti að fresta tónleikaferð Stones um Evrópu í sumar.

Mér finnst þetta dálítið vandræðalegt, sagði Richards í viðtalið við tímaritið Rolling Stone. Ég sat á þessum trjábol um þremur metrum ofar jörðinni. Ég hafði verið að synda og var blautur. Ég lenti illa, hausinn á mér fór í trjábolinn og þannig var nú það, sagði Richards. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég daðra við dauðann. Ætli ég hafi ekki lært það af þessu að maður á ekki að sitja á trjám.

Rolling Stones hafa hafið seinni tónleikaferð sína um Norður Ameríku. Í þetta sinn mun sveitin ferðast til hinna minni borga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.