Lífið

Rokkaði sveitarstjórinn áfram

Fyrst í galdrabúning Sigurður Atlason var fyrst klæddur á hefbundinn hátt en svo....
Fyrst í galdrabúning Sigurður Atlason var fyrst klæddur á hefbundinn hátt en svo.... MYND/Strandir.is

Eins og greint var frá í Fréttablaðinu á laugardaginn var haldin karókíkeppni vinnustaða á skemmtistaðnum Bragganum á Hólmavík um kvöldið. Um var að ræða undankeppni en úrslitakvöldið fer fram eftir tæpar tvær vikur.

Þrettán söngvarar reyndu að heilla dómnefndina upp úr skónum með flutningi sínum á velþekktum dægurlögum og voru þar fremst í flokki sveitarstjórinn Ásdís Leifsdóttir og Sigurður Atlason, galdramaðurinn góðkunni frá Galdrasafninu á Ströndum. Ásdís söng lagið Creep eftir Radiohead og fórst það vel úr hendi enda kaus dómnefndin hana áfram ásamt sex öðrum en salurinn fékk að velja einn úr hópi hinna sex til að keppa á úrslitakvöldinu sjálfu.

Sigurður Atlason söng lagið Man I Feel like a Woman og var klæddur í hefðbundinn galdraklæðnað. Þegar á leið lagið kom hins vegar í ljós að Sigurður átti ýmislegt í pokahorninu og stóð að lokum uppi í bleikum spandex-búningi við mikinn fögnuð viðstaddra. Þrátt fyrir að dómnefndin hefði ekki hrifist af flutningnum var salurinn ekki í nokkrum vafa að Sigurður skyldi fá þátttökurétt á úrslitakvöldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.