Lífið

Framtíð Nýlistasafnsins

Af sýningu Nýlistasafnsins, Gæðingarnir í sumar. Rætt safneign Nýlistasafnsins á málþingi í kvöld.
Af sýningu Nýlistasafnsins, Gæðingarnir í sumar. Rætt safneign Nýlistasafnsins á málþingi í kvöld. MYND/Ómar

Málþing um safneign Nýlistasafnsins verður haldið í salarkynnum safnsins við Laugaveg í kvöld kl. 20. Nokkrir velunnarar safnsins verða í pallborði.

Á málþinginu verður fjallað um framtíð safneignar Nýlistasafnsins, geymslu, forvörslu og hvort að eigi að halda áfram söfnun verka. Einnig verður fjallað um hvort að eigi að skilja á milli sýningarhalds Nýlistasafnsins og safneignarinnar og hver framtíð safnsins yrði í því ljósi. Reynt verður einnig að varpa ljósi á söfnun listaverka samtímans, hvert hlutverk Nýlistasafnsins er í því samhengi og hvernig önnur söfn standa sig í því hlutverki.

Allir velunnarar safnsins og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.