Lífið

Bland í poka í Kjallaranum

Næturstaður er eitt þeirra stuttverka sem Hugleikur býður upp á í Þjóðleikhúskjallaranum þennan mánuðinn.
Næturstaður er eitt þeirra stuttverka sem Hugleikur býður upp á í Þjóðleikhúskjallaranum þennan mánuðinn.

Leikhópurinn Hugleikur hóf samstarf við Þjóðleikhúskjallarann í fyrravetur og sýndi þar sjö sýningar undir nafninu Þetta mánaðarlega. Þar var um að ræða einþáttungasýningar, eitt klukkutíma langt óperuþykkni, eina klukkutíma leiksýningu, auk þess sem margar sýninganna voru kryddaðar með tónlist af ýmsu tagi.

Ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn með fimm til sex dagskrám í vetur og verður riðið á vaðið í kvöld og fimmtudagskvöld klukkan 21.

Sex stuttverk verða frumsýnd að þessu sinni: Ástarævintýr eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur, Hver er þessi Benedikt? eftir Júlíu Hannam, Munir og minjar eftir Þórunni Guðmundsdóttur, Næturstaður eftir Sigurð H. Pálsson, Pappírs-Pési eftir Unni Guttormsdóttur og Verðum í bandi eftir Árna Friðriksson.

Höfundahópi Hugleiks hefur vaxið fiskur um hrygg að undanförnu. Einn af vaxtarbroddum félagsins hefur verið ritun stuttverka en uppsetning slíkra verka er leikhúsform sem meira hefur farið fyrir hjá áhugaleikfélögum en öðrum leikhúsum í gegnum árin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.