Eyðir heilum mánuði í tælenskum bardagabúðum 3. október 2006 15:00 „Brútal“ bardaga Unnur segir stelpur ekki slá strákunum við í bardagaíþróttinni og vera kraftmeiri ef eitthvað sé MYND/Unnur Linda Konráðsdóttir Unnur Linda Konráðsdóttir leggur stund á heldur ófhefðbundna íþrótt, en hún hefur dvalist í muay-thai æfingabúðum á Tælandi síðasta mánuðinn. „Muay thai er tælensk kickbox íþrótt. Það er leyfilegt að sparka, kýla og nota olnbogana og hnén í bardögum," útskýrir Unnur, sem hefur aldrei lagt stund á bardagaíþróttir áður og segist einfaldlega hafa viljað koma sér í gott líkamlegt form. „Ég er þessi týpa sem hefur miður lítinn sjálfsaga hvað varðar líkamlegt erfiði," segir hún. „Ég sá þátt þar sem átti að koma Jack Osborne, syni Ozzie Osborne, í form. Það var víst erfitt að halda honum við efnið og þjálfararnir hans ákváðu að senda hann í muay thai búðir, sem eru mjög strangar. Ég hugsaði bara að þetta væri nú eitthvað fyrir mig," segir Unnur, sem segir það hafa komið sér á óvart hversu miklar misþyrmingar mannslíkaminn þolir. „Þrátt fyrir að vera marinn og blár eftir spörk og olnbogaskot og stöðugar æfingar hélt líkaminn á mér áfram að gera eins og honum var sagt," segir hún. „Að minnsta kosti þangað til að ég varð lasin," bætir hún við. Unnur segir muay thai vera tilvalið fyrir stelpur. „Ég hef farið á nokkra bardaga hérna úti og það er tvennt ólíkt að sjá stelpurnar og strákana berjast. Stelpurnar gefa allt sitt í hverja lotu á meðan strákarnir byrja hægt og trappa sig upp. Það var ein hérna með mér í búðunum sem tók þetta svo alvarlega að það vildi enginn strákur æfa með henni lengur, hún sá bara rautt," segir Unnur hlæjandi. „Í þessu skipta hraði og hittni meira máli en styrkur eða stærð." Unnur hefur þó ekki tekið þátt í bardögum sjálf. „Ég hef bara „sparrað" á æfingum," segir hún. „Það er eins konar gamnislagur til að undirbúa sig fyrir keppni. Þjálfarinn lét mig gera það strax tveimur dögum eftir að ég kom. Ég stóð uppi með glóðarauga eftir það, þetta er mjög gróft." Menning Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira
Unnur Linda Konráðsdóttir leggur stund á heldur ófhefðbundna íþrótt, en hún hefur dvalist í muay-thai æfingabúðum á Tælandi síðasta mánuðinn. „Muay thai er tælensk kickbox íþrótt. Það er leyfilegt að sparka, kýla og nota olnbogana og hnén í bardögum," útskýrir Unnur, sem hefur aldrei lagt stund á bardagaíþróttir áður og segist einfaldlega hafa viljað koma sér í gott líkamlegt form. „Ég er þessi týpa sem hefur miður lítinn sjálfsaga hvað varðar líkamlegt erfiði," segir hún. „Ég sá þátt þar sem átti að koma Jack Osborne, syni Ozzie Osborne, í form. Það var víst erfitt að halda honum við efnið og þjálfararnir hans ákváðu að senda hann í muay thai búðir, sem eru mjög strangar. Ég hugsaði bara að þetta væri nú eitthvað fyrir mig," segir Unnur, sem segir það hafa komið sér á óvart hversu miklar misþyrmingar mannslíkaminn þolir. „Þrátt fyrir að vera marinn og blár eftir spörk og olnbogaskot og stöðugar æfingar hélt líkaminn á mér áfram að gera eins og honum var sagt," segir hún. „Að minnsta kosti þangað til að ég varð lasin," bætir hún við. Unnur segir muay thai vera tilvalið fyrir stelpur. „Ég hef farið á nokkra bardaga hérna úti og það er tvennt ólíkt að sjá stelpurnar og strákana berjast. Stelpurnar gefa allt sitt í hverja lotu á meðan strákarnir byrja hægt og trappa sig upp. Það var ein hérna með mér í búðunum sem tók þetta svo alvarlega að það vildi enginn strákur æfa með henni lengur, hún sá bara rautt," segir Unnur hlæjandi. „Í þessu skipta hraði og hittni meira máli en styrkur eða stærð." Unnur hefur þó ekki tekið þátt í bardögum sjálf. „Ég hef bara „sparrað" á æfingum," segir hún. „Það er eins konar gamnislagur til að undirbúa sig fyrir keppni. Þjálfarinn lét mig gera það strax tveimur dögum eftir að ég kom. Ég stóð uppi með glóðarauga eftir það, þetta er mjög gróft."
Menning Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira