Lífið

8mm veisla Páls Óskars

Páll óskar hjálmtýsson blæs til B-myndaveislu í Tjarnarbíói í kvöld þar sem ægir saman hryllingi, vísindaskáldskap, "splatter" og öllu þar á milli.
Páll óskar hjálmtýsson blæs til B-myndaveislu í Tjarnarbíói í kvöld þar sem ægir saman hryllingi, vísindaskáldskap, "splatter" og öllu þar á milli.
Þeir sem kunna að meta jaðarmyndir og kynlega kvisti í kvikmyndagerð ættu ekki að láta sig vanta í B-mynda veislu Páls Óskars í Tjarnarbíói í kvöld.

Páll Óskar ætlar að sýna samtíning úr 8mm filmusafni sínu og þar ægir saman hryllingi, „splatter“, skrímslum, kung-fu, vísindaskáldskap og „blaxplotation“.

Fyrir daga myndbandsins mátti fólk láta sér nægja að horfa á klipptar eða styttar útgáfur kvikmynda af súper 8mm kvikmyndaspólum þannig að filmurnar eru í sjálfu sér fornleifar.

Páll Óskar ætlar að sýna safarík atriði úr Destroy All Monsters, Fists of the Double K, Squirm, The Incredible Melting Man, Coffy og fleiri slíkum myndum.

Veislunni lýkur hann svo með Barbarellu sem hann mun sýna í fullri lengd. Myndin er frá árinu 1968, eftir leikstjórann Roger Vadim og er Jane Fonda í hlutverki Barbarellu sem þvælist um geiminn með það fyrir augum að handtaka hinn illa Durand Durand.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.