Lífið

Yoko Ono boðar heimsfrið á Íslandi

Yoko Ono á Kjarvalsstöðum.
Yoko Ono á Kjarvalsstöðum. MYND/Pjetur

Undirbúningur fyrir heimsókn Yoko Ono, listakonu, tónlistakonu og friðarsinna, stendur nú sem hæst. Þessi heimsfræga ekkja Bítilsins John Lennon er væntanlega hingað til lands á morgun. Hún stendur fyrir tveimur athöfnum hérlendis og mun boða heimsfrið á fæðingadegi Lennon þann 9. október.

Heimsókn hennar byrjar formlega á því að hún mun kynna myndina "Bandaríkin gegn John Lennon" í Háskólabíói þann 8. október. Myndin er á dagskrá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík en á undan henni verður sýnd stuttmyndin "Onochord" sem fjallar um listaverk Yoko Ono.

Ono tilkynnti í byrjun september að hún hygðist standa fyrir tveimur athöfnum á Íslandi þann 9. október, með það fyrir augum að boða heimsfrið. Hún mun afhenta styrki úr "LennonOno Grant For Peace" friðarsjóðnum og staðfesta áform sín um að reisa "IMAGINE PEACE Tower", friðarsúluna í Viðey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.