Lífið

Tekur sér frí

Kate Winslet Ætlar að taka sér pásu frá kvikmyndum til að einbeita sér að barnauppeldinu.
Kate Winslet Ætlar að taka sér pásu frá kvikmyndum til að einbeita sér að barnauppeldinu. MYND/reuters
Leikkonan ástsæla Kate Winslet hefur ákveðið að taka sér pásu frá kvikmyndum í bili til að sinna móðurhlutverkinu. Winslet er gift leikstjóranum Sam Mendes og eiga þau saman einn son en Winslet á einnig eina dóttur úr fyrra hjónabandi. Winslet tók þessa ákvörðun eftir að hafa verið við tökur á kvikmyndinni Little children þar sem hún var í hlutverki móður sem á vont samband við börnin sín. Ég fattaði það við tökurnar hversu mikilvægt það er að samband foreldra og barna sé í lagi og nú ætla ég að einbeita mér að því með börnunum mínum, segir hin breska leikkona Kate Winslet.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.