Lífið

Hættur hjá Nýhil

Þór Steinarsson bar titilinn framkvæmdastjóri en Viðar er útgáfustjóri Nýhil.
Þór Steinarsson bar titilinn framkvæmdastjóri en Viðar er útgáfustjóri Nýhil.

Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri jaðarforlagsins Nýhil, er hættur hjá útgáfunni. Þór hefur ásamt Viðari Þorsteinssyni útgáfustjóra haldið utan um starfsemi og úgáfu Nýhils undanfarin misseri. Þór vill sem minnst segja um ástæðu brotthvarfs síns annað en að honum hafi þótt það tímabært. „Það er ekkert sem ég vil úttala mig um við alþjóð. Þetta var bara búið að renna sitt skeið í bili og mér fannst þetta bara besta leiðin fyrir félagið."

Nýhil byrjaði sem eins konar regnhlífasamtök fyrir sjálfsútgáfu ungra skálda en hefur vaxið um hrygg og hafið bókaútgáfu í hefðbundnari stíl. Hingað til hafa ljóðabækur verið fyrirferðamestar í útgáfunni en skáldsögum fer fjölgandi og gefur Nýhil út að minnsta kosti þrjár slíkar fyrir þessi jól.

Spurður hvað taki nú við segist Þór vera á leið norður í land á ættaróðalið að hjálpa til við bústörf. „Svo sjáum við bara hvað setur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.