Lífið

Vondi karlinn Bernal

Jason Bourne Minnislausi njósnarann glímir enn við drauga fortíðarinnar frá því að hann var leigumorðingi fyrir leyniþjónustuna.
Jason Bourne Minnislausi njósnarann glímir enn við drauga fortíðarinnar frá því að hann var leigumorðingi fyrir leyniþjónustuna.

Kvikmyndirnar um Jason Bourne og ævintýri hans hafa slegið í gegn um allan heim. Nú er þriðja og síðasta myndin í undirbúningi og vondi karlinn kemur að öllum líkindum frá Mexíkó.

Samkvæmt Hollywood Reporter eru einhverjar þreifingar á milli mexíkanska leikarans Gael Garcia Bernal og aðstandenda lokamyndarinnar um að Bernal taki að sér hlutverk leigumorðingja sem eltir Jason Bourne á röndum. Blaðið segir hins vegar að þetta sé á ákaflega óformlegu stigi og það eina sem sé í gangi sé að kvikmyndaverið hafi áhuga á Bernal og að hann sé opinn fyrir öllu.

Jason Bourne er byggður á þekktri persónu úr bókum Robert Ludlum um minnislausa njósnarann en Bourne - myndunum hefur verið hampað vestanhafs enda telja Bandaríkjamenn hann vera svar Ameríku við breska njósnaranum James Bond að einhverju leyti. Matt Damon hefur leikið Bourne frá upphafi en hann verður áberandi í kvikmyndahúsunum á næstunni þar sem hann leikur í Scorsese - myndinni The Departed á móti Jack Nicholson og Leaonardo DiCaprio. Stjarna Gael Garcia hefur hins vegar risið með miklum látum eftir velgengni Mótórhjóladagbókanna og leikur hann nú í kvikmyndinni The Science of Sleep eftir Michel Gondry sem gerði hina frábæru Eternal Sun­shine of a Spotless Mind.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.