Lífið

Robbie til sálfræðings

Robbie Williams leitar sér hjálpar við þunglyndi.
Robbie Williams leitar sér hjálpar við þunglyndi. MYND/Getty

Robbie Williams er farinn að sækja viðtalstíma hjá sálfræðingi, eftir að áhyggjufull móðir hans grátbað hann um það. Fyrir skemmstu móðgaði Robbie aðdáendur sína í Asíu þegar hann aflýsti tónleikaferð sinni þar vegna „stress og ofþreytu". Nú hefur mamma hans ákveðið að aðgerða sé þörf og hefur sannfært hann um að leita sér aðstoðar hjá sérfræðingum.

Talið er að Robbie þjáist af þunglyndi sem lýsir sér best í því að hann á erfitt með að koma sér fram úr rúmi á daginn, og ekki síður að koma sér á svið til að halda tónleika. Robbie hvílir sig þessa dagana á heimili sínu í Los Angeles, á milli þess sem hann sækir tíma hjá sálfræðingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.