Lífið

Hef ekki sagt mitt síðasta í sjónvarpi

Inga Lind
Stendur á tímamótum og er hætt á Stöð 2 eftir fjögurra ára starf.
Inga Lind Stendur á tímamótum og er hætt á Stöð 2 eftir fjögurra ára starf. MYND/Hari

Inga Lind Karlsdóttir, sem verið hefur ein aðalsprautan í dægurmálaþættinum Ísland í dag, hefur ákveðið að segja skilið við þáttinn og Stöð 2.

Inga sagði í samtali við Fréttablaðið að hún væri ekki að fara í neinu fússi en viðurkenndi að breytingar innan fyrirtækisins hefðu sitthvað með það að segja en eins og kunnugt er var fréttastöðinni NFS lokað fyrir skemmstu með miklum breytingum. „Eitt og annað hefur breyst að undanförnu sem hefur orðið til þess að ég hef ákveðið að segja mig frá þessu verkefni,“ sagði sjónvarpskonan.

Inga Lind sagðist ekki vera á förum samstundis, hún væri enn með nokkur mál ókláruð. „Ég læt mig ekki bara hverfa á stundinni,“ sagði Inga en vildi ógjarnan gefa upp hvað hún ætlaði að taka sér fyrir hendur. „Það eru nokkur mál sem ég ætla að skoða í rólegheitunum,“ útskýrði Inga og sagðist ekki vera komin með nóg af sjónvarpsmennsku. „Það eru hins vegar ákveðin tímamót í mínu lífi. Ég hef verið að taka viðtöl í sjónvarpi og stýra sjónvarpsþáttum í fjögur ár og fannst bara tímabært að breyta um umhverfi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.