Lífið

Fraser á lífinu í miðborg Reykjavíkur

Helga Margrét vildi ekki gefa upp hvenær hópurinn færi af landi brott en sagði að nokkrir dagar væru enn eftir í tökum.
Helga Margrét vildi ekki gefa upp hvenær hópurinn færi af landi brott en sagði að nokkrir dagar væru enn eftir í tökum.

Hollywoodstjarnan Brendan Fraser naut lífsins í Reykjavík um helgina og mátti sjá honum bregða fyrir á Ölstofunni aðfaranótt laugardags en hann er staddur hér á landi vegna upptaka á kvikmyndinni Journey 3 - D. Brendan var í miðborginni með mótleikkonu sinni Anitu Briem og leikstjóranum Eric Brevig en hersingin borðaði meðal annars á veitingastaðnum Við tjörnina fyrr um kvöldið.

Var haft á orði hversu alþýðulegur Fraser væri og spjallaði stjarnan við hvern þann sem vildi. Hinn barnungi Josh Huchinsson var ekki með stórstjörnunum en hann leikur með þeim tveimur í myndinni. Fraser er ein stærsta kvikmyndastjarnan í Hollywood og sló í gegn í kvikmyndum á borð við George of the Jungle og The Mummy.

Fimmtíu manna tökulið myndarinnar hélt síðan uppá hálendi vegna myndarinnar og voru nokkrar senur teknar upp á Suðurlandi. Þær verða hins vegar ekki fyrirferðamiklar í myndinni enda kemur Ísland í sjálfu sér lítið við sögu í bókinni þótt Snæfellsjökull leiki að vísu stórt hlutverk í bók Jules Verne, Leyndardómar Snæfellsjökuls, sem myndin er gerð eftir.

Að sögn Helgu Margrétar Reykdal, framkvæmdarstjóra True North sem hefur veg og vanda af komu tökuliðsins hingað til lands, gekk allt sem skyldi og var kvikmyndagerðarfólkið hæst ánægt með dvölina hér á landi enda var veðrið með afbrigðum gott. Hún vildi ekki gefa upp hvenær hersingin hélti af landi brott en sagði að enn væru nokkrir dagar eftir í tökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.