Lífið

Í síðustu hringferðinni

Hörður Torfason söngvaskáld Fer um Norður- og Austurland í síðari hluta tónleikaferðar sinnar.
Hörður Torfason söngvaskáld Fer um Norður- og Austurland í síðari hluta tónleikaferðar sinnar. mynd/ Sigfús Már pétursson

Þáttaskil eru í lífi söngvaskáldsins Harðar Torfasonar, sem nú leggur upp í sína síðustu hringferð um landið. Ég hóf að ferðast um landið sem söngvaskáld árið 1970 og smám saman þróaðist starf mitt út í að ég fór allan hringinn nánast á hverju ári og stundum tvisvar. Það er varla til það þorp eða bær á landinu sem ég hef ekki heimsótt með tónleika og flest þeirra oftar en einu sinni. Þetta er því orðið drjúgt ævistarf. Þetta þýðir ekki að ég sé hættur að ferðast um landið með tónleika heldur aðeins að ég fer aldrei aftur heila hringferð líkt og ég hefur gert í áratugi. Ég mun eftir sem áður halda áfram að heimsækja ýmsa byggðar­kjarna og staði með tónleika mína, segir Hörður.

Annar hluti tónleikaferðarinnar hófst á Sauðárkróki í gær en lýkur á Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn hinn 26. október. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðunni www.hordurtorfa.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.