Lífið

Nördar leika til sigurs

Þjálfararnir takast í hendur Vel fór á með þeim Ólafi Jóhannessyni og Loga Ólafssyni á blaðamannafundi sem haldinn var í gærmorgun en ekki er víst að sama verði uppá teninginum í kvöld þegar FH mætir KF Nörd.
Þjálfararnir takast í hendur Vel fór á með þeim Ólafi Jóhannessyni og Loga Ólafssyni á blaðamannafundi sem haldinn var í gærmorgun en ekki er víst að sama verði uppá teninginum í kvöld þegar FH mætir KF Nörd. MYND/GVA

Æði sérstakur knattspyrnuleikur fer fram á Laugardalsvelli í kvöld þegar sjónvarpsliðið KF Nörd tekur á móti Íslandsmeisturum FH klukkan hálf átta. Þegar hafa um sjö þúsund manns tryggt sér miða á leikinn en hann verður síðan sýndur í síðasta þættinum um nirðina sextán sem læra knattspyrnu í fyrsta sinn.

Á blaðamannafundi sem haldin var á Nordica hótel kom fram að liðin ætli að leggja allt í sölurnar fyrir þennan leik og hótaði meðal annars Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, að hætta með liðið ef það tapaði. Hann hyggst jafnframt taka fram takkaskóna á ný eftir nokkurra ára hlé frá knattspyrnuiðkun auk þess sem fyrrum fyrirliði FH-inga og núverandi aðstoðar­þjálfari, Heimir Guðjónsson, ætlar að láta til sín taka á vellinum.

Logi Ólafsson, þjálfari Nörd­anna, sagðist á fundinum finna fyrir mikilli pressu að ná góðum úrslitum enda hefði undirbúningstímabilið ekki gengið sem skyldi. Hann sagðist vera með tvö tromp uppi í erminni sem myndu jafnvel leggja sitt á vogarskálarnar til að leggja Íslandsmeistaranna að velli en vildi ekki gefa upp hverjir það væru.

Nördarnir sjálfir sögðust vera hvergi bangnir enda þekktu þeir lítið til mótherjana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.