Lífið

Uppselt á hálftíma

sir cliff richard Söngvarinn heimsfrægi heldur tónleika í Höllinni 28. mars.
sir cliff richard Söngvarinn heimsfrægi heldur tónleika í Höllinni 28. mars.

Uppselt er í stúku á tónleika Sir Cliff Richard í Laugardalshöll þann 28. mars á næsta ári.

Alls seldust um 1.200 miðar upp á hálftíma og er því deginum ljósara að Richard á vel upp á pallborðið á meðal íslenskra tónlistaráhugamanna. Einnig hefur verið nokkuð um það að Bretar og Bandaríkjamenn hafi keypt miða á tónleikana.

Cliff verður á litlum Bretlandstúr nú í nóvember og desember og hefur selt yfir 150.000 miða nú þegar. Syngur hann til að mynda fimm kvöld í röð á Wembley Arena í London. Hann er vinsælasti tónlistarmaður Bretlands frá upphafi með yfir sextíu lög sem hafa náð inn á topp tíu þar í landi.

Enn eru miðar eftir í stæði í Laugardalshöllina og er miðaverð 5.900 krónur. Miðasala fer fram á midi.is og í verslunum Skífunnar í Reykjavík og BT úti á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.