Lífið

Lét krúnuna frá sér

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi ungfrú heimur, sést hér krýna arftaka sinn, Tatönu Kucharova frá Tékklandi.
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi ungfrú heimur, sést hér krýna arftaka sinn, Tatönu Kucharova frá Tékklandi. MYND/AFP

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir krýndi arftaka sinn í keppninni Ungfrú heimur sem haldin var hátíðleg á laugardaginn í Varsjá í Póllandi. Sú sem bar sigur úr býtum var hin 18 ára Tatana Kucharova frá Tékklandi og sigraði hún 103 stúlkur sem tóku þátt í keppninni.

Aðstandendur keppninnar sögðu að keppninni hefði aldrei borist jafn mikill fjöldi atkvæða en kosið var í gegnum síma og smáskilaboð.

Tatana er háskólanemi í Tékklandi og framtíðarhorfur hennar eru að klára skólann og verða svo fyrirsæta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.