Fleiri fréttir

Brotnaði niður hjá Opruh

Kate McCann grét á föstudagskvöldið þegar hún kom fram í sjónvarpsþætti Opruh Winfrey og sagðist ekki þekkja dóttur sína á myndum sem sýna hvernig hún gæti litið út í dag. Hún sagðist hinsvegar þekkja Maddie ef hún sæi hana úti á götu en Madeliene litla verður sex ára í næsta mánuði.

Vísurnar streyma inn á Vísi

Vísir leitar að vísum í tengslum við kosningarnar frá hagyrtum einstaklingum. Séu þær húshæfar þá verða þær að sjálfsögðu birtar hér á vefnum. Þónokkrar vísur hafa þegar borist okkur og má sjá þær hér að neðan. Endilega sendið okkur fleiri vísur á netfangið frettir@stod2.is

Himnasending frá Íslandi til hjálparstarfs í Afríku

Flugáhöfn Icelandair safnaði á dögunum hálfu tonni af rúmfatnaði og handklæðum og gaf Enza hjálparstarfinu í Suður-Afríku sem stjórnað er af íslenskum konum. Áhöfnin var á leið í sérverkefni með erlenda farþega til Afríku.

Líður eins og Hulk

Hin stórskemmtilega glamúr gella Katie Price, oft betur þekkt sem Jordan, segir að sér líði eins og ofurmenninu Hulk eftir æfingar sínar fyrir London maraþonið. Hún segist hata nýja „vöðva útlitið“ sem hún skartar nú og segir það hafa eyðilagt fyrir áætlunum sínum um að vera í léttklædd.

Harður stuðningsmaður Samfylkingarinnar

„Hver þarf vinstri græna þegar við höfum leiðtoga eins og Jóhönnu í Samfylkingunni,“ skrifar Aron Pálmi Ágústsson á Facebooksíðu sinni í dag. Aron virðist vera harður stuðningsmaður Samfylkingarinnar þar sem skilaboð til stuðnings flokknum hafa streymt frá honum undanfarið.

Höfundur Is it True? var í meðferð þegar lagið sigraði

"Ég hef verið mjög meðvitaður um minn sjúkdóm, allt frá því að ég var um tvítugt. Ég er með þetta miður skemmtilega gen, sem gerir það að verkum að heilinn í mér bregst öðruvísi við áfengi en heilinn í venjulegu fólki. Í stað þess að verða hress og skemmtilegur verð ég leiðinlegur og vil helst ekki hætta drykkjunni. Sem betur fer er til mjög einföld leið til að halda þessum sjúkdóm niðri - einfaldlega að drekka ekki," segir Óskar Páll Sveinsson lagahöfundur í samtali við Fréttablaðið í dag.

Eiginkona Ástþórs kýs í fyrsta skipti

Natalía Wium eiginkona Ástþórs Magnússonar talsmanns Lýðræðishreyfingarinnar mun kjósa ásamt eiginmanni sínum í Ölduselsskóla í dag. Þetta verður í fyrsta skipti sem hún tekur þátt í kosningum hér á landi en hún fékk íslenskan ríkisborgararétt um áramótin.

Börnin hundsa Gibson

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum stendur Mel Gibson nú í skilnaði við eiginkonu sína Robyn Gibson en hann er talinn geta orðið sá dýrasti í sögu Hollywood. Enda voru Mel og Robyn gift í 28 ár og eignuðust sjö börn. Og nú greina bandarískir fjölmiðlar frá því að börn leikarans vilji lítið af pabba sínum vita og séu víst alveg brjáluð útí hann. Fjölmiðlar hafa nefnilega greint frá því hann hafi átt vingott tvær rússneskar Oksönur og því leikið tveimur skjöldum.

Friðrik Þór plataður

Fyrsta árshátíð Félags íslenskra kvikmyndagerðarmanna var haldin á Hótel Loftleiðum á miðvikudagskvöld. Um 120 mann létu sjá sig og þótti hátíðin vel heppnuð í alla staði.

Frægir tapa milljörðum

Árlegur listi Sunday Times yfir ríkasta fólkið í afþreyingarbransanum er nokkuð merkilegur. Ekki síst fyrir þær sakir að eignir og fjármunir þeirra hafa rýrnað umtalsvert.

Ætlar að syngja Eyjamenn edrú

„Þetta er gamall draumur. Og mikill heiður. Ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri og mun leggja mig allan fram um að skemmta gestum,“ segir Geir Ólafsson söngvari sem hefur verið ráðinn til að skemmta á Þjóðhátíð. Undirbúningur Þjóðhátíðar í Eyjum stendur nú yfir þó enn séu þrír mánuðir í verslunarmannahelgi. Eyjamenn búast við metþátttöku. Og hafa það fyrir sér í því að aldrei hafa fleiri skráð sig með Herjólfi og með flugi til Eyja dagana sem hátíðin stendur yfir. Að sögn Birgis Guðjónssonar, formanns Þjóðhátíðarnefndar, mættu ríflega tíu þúsund manns í fyrra. Ekki liggur fyrir hvert metið er en það er í kringum tíu til tólf þúsund manns. Menn eru nú að stækka tjaldsvæðin í Herjólfsdal því það stefnir í metþátttöku.

Tónelskur þjófur stal harmonikku af Amiinu

„Við vorum búin að færa allar okkar græjur yfir á Grundarstíginn og vorum að æfa okkur fyrir tónleikaferð til London. Svo var bara brotist inn í húsnæðið um páskahelgina og rauðri harmónikku og rafmagnsfiðlu stolið,“ segir María Huld Markan Sigfúsdóttir, ein af liðsmönnum Amiinu. Hljómsveitin varð fyrir áfalli þegar tónelskur þjófur fór á kreik og lét greipar sópa í æfingahúsnæði sveitarinnar.

Hleypur í þágu daufblindra

„Mig hefur lengi langað til þess að hlaupa heilt maraþon, en aldrei tekið mig til og látið verða af því,“ segir Ólafur Haukur Johnson, 25 ára, sem mun hlaupa London-maraþonið á morgun. Ólafur safnaði áheitum í gegnum heimasíðuna justgiving.com og hefur nú safnað 1.000 pundum af 1.500 sem munu öll renna til samtakanna Sense sem styðja við daufblint fólk og fjölskyldur þeirra.

Rodriguez endurgerir Predator

Leikstjóri Sin City-myndarinnar, Robert Rodriguez, hyggst endurlífga kvikmyndirnar um Predator. Hann hyggst meira að segja láta þessa morðóðu geimveru fá nokkra samstarfsfélaga og þá er ljóst að mannkynið þarf á byssuglaðri hetju að halda til að stöðva þetta óargadýr. Predator birtist fyrst á hvíta tjaldinu árið 1987 og sló umsvifalaust í gegn. Framhaldið þótti hins vegar ekki merkilegur pappír og því lognaðist serían eiginlega út af. Ekki er komin nákvæm tímasetning en næsta verkefni Rodriguez er kvikmyndin Machete sem er byggð á stiklu úr tvíleik leikstjórans og Quentins Tarantino, Grindhouse. Machete fjallar um leigumorðingja sem er svikinn af umbjóðendum sínum og ákveður að halda í blóðuga hefndarför.

Rossdale var hommi

Breska poppstjarnan Marilyn hefur ákveðið að svipta hulunni af fimm ára ástarsambandi sem hann og Gavin Rossdale áttu fyrir allmörgum árum. Eins og flestum ætti að vera kunnugt um er Rossdale nú eiginmaður No Doubt-söngkonunnar Gwen Stefani. Orðrómur um náin kynni Marilyns og Rossdales hefur verið á kreiki síðan Boy George nefndi það fyrst í ævisögu sinni Take it Like a Man. Rossdale vísaði því alfarið á bug þá og Marilyn sömuleiðis, þeir sögðust báðir hafa bara verið bestu vinir.

Sylvía Rún send heim

Sylvía Rún Guðnýjardóttir var send heim úr Idolinu í kvöld. Sylvía Rún, Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir og Matthías Arnar Þorgrímsson (Matti) lentu í þremur neðstu sætunum en Hrafn og Matt sluppu með skrekkinn að þessu sinni.

Simon Cowell stendur af sér fjármálahrunið

Idol dómarinn Simon Cowell, Oasis bræðurnir Liam og Noel Gallagher og framleiðendur Mamma Mia söngleikjarins eru í hópi örfárra breskra tónlistarmanna sem tekist hefur að verja auðæfi sín að einhverju marki í kreppunni.

Gibson með þrjár í takinu

Eftir að hafa lifað fremur rólegu og kyrrlátu lífi með konu sinni til 28 ára, verið trúrækinn maður með kaþólska kirkju í garðinum, þá eru ástamál ástralska stórleikarans Mels Gibson farin að taka á sig heldur skrautlega mynd. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Gibson nú að skilja við eiginkonu sína.

Ekki abbast upp á íslenskar stelpur

„Ég er búinn að læra eitt, ekki abbast upp á íslenskar stelpur. Þótt þær séu kannski sætar þá geta þær bitið frá sér og meitt þig,“ skrifar áhættuleikarinn Dan Forcey en hann stjórnar áhættuatriðunum í kvikmyndinni Dead of Night. Íslenska leikkonan Anita Briem leikur þar eitt aðalhlutverkanna á móti ofurmenninu Brandon Routh og það er augljóst að Forcey þessi hefur komist í kynni við íslenska víkingablóðið sem rennur um æðar Anitu eftir einhverja slagsmálasenuna.

Megas fer á menningarhátíð í Kanada

Fjöldi íslenskra listamanna kemur fram á íslensku menningarhátíðinni Núna, eða Now, sem stendur frá 24. apríl til 25. maí í Kanada. Meðal þeirra sem stíga á svið má nefna Bagga­lút, Kippa Kaninus, Borgar Magnússon og Lay Low. Aðalstjarna hátíðarinnar verður þó sjálfur Megas með hljómsveit sinni Senuþjófunum en Megas hefur verið kallaður afi íslenska rokksins í kanadískum fjölmiðlum að undanförnu.

Stefán Hilmars kominn í djassinn

„Já, já, þess vegna er hann hér – æðislegur trommari,“ segir Sigurður Flosason saxófónleikari og er að tala um goðsögnina Pétur Östlund.

Gestkvæmt á íslenska básnum í Hollywood

„Þetta gekk vonum framar og við áætlum um fjörutíu prósenta aukningu í heimsóknum á básinn okkar. Þetta var reyndar mjög góður tímapunktur því mestallur bransinn var í bænum og átti því heimangengt,“ segir Einar Tómasson, kvikmyndafulltrúi hjá Film In Iceland. Um síðustu helgi var haldin stór og mikil tökustaða-sýning í Hollywood. Þar koma fulltrúar frá löndum um allan heim og reyna að selja sitt land sem heppilegan tökustað. Bókstaflega að „selja landslag sitt“. Ísland var þar á meðal en umrædd sýning hefur gefið vel af sér fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki; kvikmyndir á borð við Flags of our Fathers, Journey 3-D og sjónvarpsþátturinn Amazing Race hafa komið til Íslands eftir að hafa séð landslag Íslands.

Tarantino verður í Cannes

Það verður sannkallað stórskotalið á kvikmyndahátíðinni í Cannes í næsta mánuði. Skipuleggjendur hafa boðið nokkrum gömlum og góðum vinum hátíðarinnar að frumsýna nýjar myndir sínar; stórnöfnum á borð við Ang Lee, Pedro Almodovar, Jane Campion, Lars Von Trier, Terry Gilliam og Quentin Tarantino.

Sleppur úr fangelsi

Prison Break-leikarinn Lane Garrison losnar fyrr úr fangelsi en áætlað var vegna góðrar hegðunar. Garrison hefur setið inni síðan í nóvember 2007 eftir að hann var sakfelldur fyrir manndráp. Leikarinn missti stjórn á bíl sínum í Hollywood árið 2006 með þeim afleiðingum að einn farþegi lést og tveir slösuðust alvarlega.

Það vill enginn vera með hægðatregðu á kjördag

Á morgun verður gengið til kosninga í einum sögulegustu alþingiskosningum síðari tíma. Mikið álag hefur verið á frambjóðendum stjórnmálaflokkanna og má reikna með að taugarnar verði þandar til hins ýtrasta þegar úrslit taka að berast. Þeir geta þó létt undir með sér með því að borða rétt.

Glæsileg útskriftarsýning opnuð á Kjarvalsstöðum

Á sumardaginn fyrsta var opnuð sýning með 73 verkum útskriftarnema úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands á Kjarvalsstöðum. Fjöldi manns sótti sýninguna en verk nemenda þar er afrakstur þriggja ára BA-náms við Listaháskólann. Meðal þeirra fjölbreyttu verka sem eru á Kjarvalsstöðum þar til að sýningu lýkur hinn 3. maí eru vídeóskúlptúrar, ljósmyndir, furðuverur, innsetningar, útiverk, klippimyndir, draumfarir, málverk, teikningar, gjörningar, veggspjöld og rannsóknarstofa. Sýningarstjórar eru Finnur Arnar Arnarson, Kristján Örn Kjartansson og Kristján Eggertsson.

Kærasta Mel Gibson neitar að tjá sig

Rússneska söngkonan Oksana Pochepa hefur neitað að tjá sig um samband sitt við stórstjörnuna Mel Gibson. Nýverið var haft eftir henni í fjölmiðlum að hún ætti í ástarsambandi við leikarann.

Japönsk stjarna handtekin nakin

Ein þekktasta stjarna Japans, Tsuyoshi Kusanagi, var handtekinn í dag fyrir ósiðsamlegt athæfi en hann fannst drukkinn og nakinn í almenningsgarði í Tókýó.

Cantona og Tarantino tilnefndir í Cannes

Árlega fyllist franska rivíeran af kvikmyndastjörnum, blaðamönnum og forvitnum ferðamönnum þegar Cannes-kvikmyndahátíðin, Gullpálminn, hefst. Meðal þeirra kvikmynda sem tilefndar eru þetta árið eru mynd Quentin Tarantino, Inglourious Basterds, og mynd Ken Loach, Looking for Eric, en þar er knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Eric Cantona aðalnúmerið.

Táningar og börn hertaka miðasöluna

Bandarísk kvikmyndaaðsókn hefur einkennst af einu; börn og unglingar flykkjast í bíó um þessar mundir. Samkvæmt nýjust aðsóknartölum eru það þessir hópar sem kaupa popp og kók í amerískum kvikmyndahúsum og skemmta sér konunglega.

Lindsay orðin að tannstöngli

Lindsay Lohan hefur alltaf verið grönn, en slúðurpressan vestanhafs segir að ástarsorgin sem hún hefur verið í undanfarna daga hafi leikið hana svo grátt að hún sé nánast orðin að tangstöngli.

Eberg: Hér er best að vera

Eberg fagnar útgáfu sinnar þriðju breiðskífu, Antidote, með útgáfutónleikum í kvöld á Sódómu Reykjavík. „Hún er ljúf og notaleg," svarar tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg, sem kallar sig Eberg, aðspurður út í hans viðbrögð við frábærum dómum sem platan hans hefur fengið fyrir utan landssteinana. Hverju megum við búast við á tónleikunum í kvöld? „Lögin af nýju plötunni verða öll spiluð og einstaka eldra lag fær að fylgja með." „Það er hörkulið að spila með mér. Nói Steinn Einarsson á trommum, Haraldur Þorsteinsson á bassa og Pétur Ben á gítar og selló. Svo kemur Barði Johannsson og tekur eitt lag með okkur. Þetta ætti að vera fínasta skemmtun," segir Eberg þegar atlið berst að tónleikunum í kvöld. Býrðu á Íslandi? „Já, ég er fluttur á klakann. Hér er best að vera," segir hann áður en kvatt er.

Athafnafólk veðjar á Laugaveginn

„Mig hefur lengi langað að opna barnaverslun og sérstaklega eftir að hafa hellt mér út í barneignir. Ég elska börn," svarar Ingibjörg Þovarldsdóttir athafnakona aðspurð um nýja barnafataverslun sem hún opnaði ásamt Bödda klippara á Laugaveginum. „Ég dundaði mér við að setja saman konsept í vetur og við Böddi höfum í mörg ár talað um að gera eitthvað saman. Planið var nú tískuvöruverslun. Svo sagði ég honum frá þessu fyrir tilviljun sem við Jón vorum að gæla við og hann vildi endilega vera með í leiknum."

Glæsileg opnun Ragnhildar

Myndlistarkonan Ragnhildur Ágústsdóttir opnaði sýningu í Galleríi Fold um liðna helgi. Þetta er önnur einkasýning Ragnhildar en hún hefur lagt stund á nám í Bandaríkjunum í fjármálafræðum með myndlist sem aukafag.

Nýtt myndskeið Dylans á Amazon

Tónlistarmyndband af Together Through Life, væntanlegri plötu Bob Dylans, er fáanlegt á Amazon.com. Þrátt fyrir aðdáun Steve Jobs á verkeum Dylans, ákvað Dylan að velja Amazon frekar en iTunes til þess að sýna myndskeið lagsins „Beyond Here Lies Nothing" af væntanlegum geisladiski hans. Myndskeiðið var frumsýnt í dag.

Paul Newman var ótrúr eiginkonu sinni

Leikarinn Paul Newman hélt framhjá konu sinni ótal oft. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu um leikarann sem byrjað er að skrifa einungis hálfu ári eftir að hann lést af krabbameini, 83 ára gamall. Newman var giftur Joanne Woodward í 50 ár og skildi hann eftir þrjár eftirlifandi dætur. Titill bókarinnar er A Life.

Bo mætir í IDOLIÐ

Á föstudaginn fá fimmmenningarnir sem eftir eru í Idol stjörnuleit, þau Sylvía, Matti, Hrafna, Lísa og Anna Hlín, það erfiða verkefni að freista þess að gera lög sem Björgvin Halldórsson hefur gert vinsæl í gegnum tíðina, að sínum. Bo sjálfur mun síðan sjálfur segja áhorfendum sögu þessara laga sem keppendur velja og hvernig til kom að hann söng þau inná plötu og gerði vinsæl. Idolvefur.

Gæfulítill kapitalisti

Ritstjórinn Jónas Kristjánsson gagnrýnir konung poppsins, Bubba Morthens harðlega á heimsíðu sinni. Tilefnið er er yfirlýsing tónlistarmannsins á eigin heimsíðu, Bubbi.is, en þar segist hann hvetja fólk til þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Sigurvegari söngkeppni ætlar í þyrluflug

„Þetta var ótrúlega skemmtilegt," lýsir Kristín Þóra Jóhannsdóttir, nýkrýndur sigurvegari Söngkeppni Framhaldsskólanna, sigurtilfinningunni að sigra keppnina. Kristín Þóra er nemi í fjölbrautaskólanum á Vesturlandi og segist sjálf vera skagamaður í húð og hár.

Reyndi að selja Villtu-vinna-milljarð-stjörnu

Faðir Rubinu Ali, sem sló í gegn sem litla sæta stelpan í kvikmyndinni, Villtu vinna milljarð, reyndi að selja dóttur sína til Saudi Arabísks sjeiks fyrir tvö hundruð þúsund pund.

Verzló vann MORFÍS í tíunda sinn

Verzlunarskóli Íslands tryggði sér í gærkvöldi sigur í Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands í ellefta sinn með sigri á Fjölbrautarskóla Suðurnesja.

Piparjúnkan áður verið kysst

Breska hefðardaman Susan Boyle, sem sló eftirminnilega í gegn í þættinum Britain´s got talent, hefur áður verið kysst þó hún haldi öðru fram.

Lærir að ganga þriðja sinni

„Ég er að læra að ganga í þriðja skipti. Er kominn upp, er með fjögurra punkta staf en get lítið hreyft mig,“ segir Jóhann Sigmarsson kvikmyndagerðarmaður – sem gegnir nafninu Jonni Sigmars.

Margskipt veröld Jóns Ólafssonar

Liðlega þrítugur hjúkrunar­fræðingur í Reykjavík gaf nýverið út frumsamda barnabók sem hefur gengið vel, en í henni bregða krakkar sér í hlutverk dýra.

Sjá næstu 50 fréttir