Lífið

Eberg: Hér er best að vera

Eberg.
Eberg.

Einar Tönsberg, betur þekktur sem Eberg, fagnar útgáfu sinnar þriðju breiðskífu, Antidote, með útgáfutónleikum í kvöld á Sódómu Reykjavík.

„Hún er ljúf og notaleg," svarar Eberg aðspurður út í hans viðbrögð við frábærum dómum sem nýja platan hefur fengið.

Hverju megum við búast við á tónleikunum í kvöld? „Lögin af nýju plötunni verða öll spiluð og einstaka eldra lag fær að fylgja með."

„Það er hörkulið að spila með mér. Nói Steinn Einarsson á trommum, Haraldur Þorsteinsson á bassa og Pétur Ben á gítar og selló. Svo kemur Barði Johannsson og tekur eitt lag með okkur. Þetta ætti að vera fínasta skemmtun," segir Eberg þegar talið berst að tónleikunum í kvöld.

Býrðu á Íslandi? „Já, ég er fluttur á klakann. Hér er best að vera," segir hann áður en kvatt er.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.