Sigurvegari söngkeppni ætlar í þyrluflug 19. apríl 2009 13:05 Kristín Þóra Jóhannsdóttir er kominn í hóp fremstu söngvara Íslands. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt," lýsir Kristín Þóra Jóhannsdóttir, nýkrýndur sigurvegari Söngkeppni Framhaldsskólanna, sigurtilfinningunni að sigra keppnina. Kristín Þóra er nemi í fjölbrautaskólanum á Vesturlandi og segist sjálf vera skagamaður í húð og hár. Hún sigraði keppnina með laginu Angel eftir breska poppstirnið Robbie Williams. Lagið var flutt í útgáfu Jessicu Simpsons. Textinn var á íslensku en það var leikarinn Ólafur SK Þorvaldz sem snaraði textanum yfir á íslensku. „Ég stressaði mig ekkert á þessu," segir Kristín spurð hvort hún hafi ekki verið stressuð yfir að flytja lagið fyrir alþjóð og bætir við: „Ég var bara ekki að fatta að það væru þúsundir heima hjá sér að horfa á þetta." Kristín lýsir upplifuninni sem sjúklega skemmtilegri. Spurð hvort flutningurinn hafi gengið snurðulaust fyrir sig svara hún því til að það hafi verið smá hnökrar í byrjun, svo hafi allt gengið bráðvel. „Það var sjúkleg samkeppni," segir Kristín spurð hvort hún hafi búist við að vinna keppnina. Hún segir að sigurinn hafi komið henni gríðarlega á óvart: „Ég var eiginlega efins um að vinna keppnina." Kristín hefur sönghæfileika frá náttúrunar hendi, hún segist aldrei hafa farið í söngtíma og því viti hún í sjálfu sér ekkert hvað hún er að gera, eins og hún orðar það sjálf. Spurð hvort hún hafi sungið mikið opinberlega segist hún hafa fengið tækifæri til þess að syngja í söngleik á vegum skólans. „Annars rek ég bara alla að heima, loka öllum gluggum og hurðum, svo syng ég hástöfum," segir þessi upprenandi söngkona sem nú er kominn í hóp með listamönnum eins og Páli óskari Hjálmtýssyni, Emilíönu Torrini og fleirum. Spur hvað taki nú við, þá segist hún vera á leiðinni frá Akureyri til Akraness. „Ég held að það verði einhver sigurmóttaka þegar ég kem heim," segir hún og bendir á að sigurinn sé líka bæjarins. Vísir óskar Kristínu til hamingju með sigurinn og óskar henni velfarnaðar. Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Sjá meira
„Þetta var ótrúlega skemmtilegt," lýsir Kristín Þóra Jóhannsdóttir, nýkrýndur sigurvegari Söngkeppni Framhaldsskólanna, sigurtilfinningunni að sigra keppnina. Kristín Þóra er nemi í fjölbrautaskólanum á Vesturlandi og segist sjálf vera skagamaður í húð og hár. Hún sigraði keppnina með laginu Angel eftir breska poppstirnið Robbie Williams. Lagið var flutt í útgáfu Jessicu Simpsons. Textinn var á íslensku en það var leikarinn Ólafur SK Þorvaldz sem snaraði textanum yfir á íslensku. „Ég stressaði mig ekkert á þessu," segir Kristín spurð hvort hún hafi ekki verið stressuð yfir að flytja lagið fyrir alþjóð og bætir við: „Ég var bara ekki að fatta að það væru þúsundir heima hjá sér að horfa á þetta." Kristín lýsir upplifuninni sem sjúklega skemmtilegri. Spurð hvort flutningurinn hafi gengið snurðulaust fyrir sig svara hún því til að það hafi verið smá hnökrar í byrjun, svo hafi allt gengið bráðvel. „Það var sjúkleg samkeppni," segir Kristín spurð hvort hún hafi búist við að vinna keppnina. Hún segir að sigurinn hafi komið henni gríðarlega á óvart: „Ég var eiginlega efins um að vinna keppnina." Kristín hefur sönghæfileika frá náttúrunar hendi, hún segist aldrei hafa farið í söngtíma og því viti hún í sjálfu sér ekkert hvað hún er að gera, eins og hún orðar það sjálf. Spurð hvort hún hafi sungið mikið opinberlega segist hún hafa fengið tækifæri til þess að syngja í söngleik á vegum skólans. „Annars rek ég bara alla að heima, loka öllum gluggum og hurðum, svo syng ég hástöfum," segir þessi upprenandi söngkona sem nú er kominn í hóp með listamönnum eins og Páli óskari Hjálmtýssyni, Emilíönu Torrini og fleirum. Spur hvað taki nú við, þá segist hún vera á leiðinni frá Akureyri til Akraness. „Ég held að það verði einhver sigurmóttaka þegar ég kem heim," segir hún og bendir á að sigurinn sé líka bæjarins. Vísir óskar Kristínu til hamingju með sigurinn og óskar henni velfarnaðar.
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Sjá meira