Lífið

Sleppur úr fangelsi

Lane Garrison Situr inni fyrir manndráp en losnar fljótlega vegna góðrar hegðunar. Fréttablaðið/AP
Lane Garrison Situr inni fyrir manndráp en losnar fljótlega vegna góðrar hegðunar. Fréttablaðið/AP

Prison Break-leikarinn Lane Garrison losnar fyrr úr fangelsi en áætlað var vegna góðrar hegðunar. Garrison hefur setið inni síðan í nóvember 2007 eftir að hann var sakfelldur fyrir manndráp. Leikarinn missti stjórn á bíl sínum í Hollywood árið 2006 með þeim afleiðingum að einn farþegi lést og tveir slösuðust alvarlega.

Búist er við því að Garrison verði sleppt á reynslulausn innan nokkurra vikna. Hann er 28 ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.