Margskipt veröld Jóns Ólafssonar 18. apríl 2009 06:00 Sonur Jóns heimtaði að hann færi með sig í bandi niður Laugaveginn og það varð kveikjan að bók.Fréttablaðið/Anton Liðlega þrítugur hjúkrunarfræðingur í Reykjavík gaf nýverið út frumsamda barnabók sem hefur gengið vel, en í henni bregða krakkar sér í hlutverk dýra. „Ég held það sé mér hreinlega lífsnauðsynlegt að gera eitthvað „einstaklingshæft“ eins og að skrifa bók til mótvægis við vinnuna mína sem hjúkrunarfræðingur sem er náttúrlega mjög félagsleg og gengur út á allt annað. Sinna fólki, hjálpa öðrum,“ segir hinn rétt liðlega þrítugi Jón Ólafsson. Hann er hjúkrunarfræðingur en gerði sér lítið fyrir og gaf nýverið út barnabók sem hann skrifar og teiknar myndir í. Bókin, sem heitir Voff pabbi, ég er hundur, hefur hlotið góðar viðtökur og er í fjórða sæti á sölulista Eymundsson. „Þetta er voða fjör. Þetta er bók um efni sem mér skilst að krakkar eigi auðvelt með að tengja sig við, það að bregða sér í hlutverk dýra.“ Nú virðist sem starf hjúkrunarfræðings eigi fátt skylt við hið einmanalega starf rithöfundarins og Jón segir það merg málsins. Vinna hjúkrunarfræðings er mikið út á við – mikil teymisvinna. „Ég held reyndar að það blundi í okkur öllum þessar tvær hliðar. Annars vegar félagsveran og hins vegar einstaklingurinn. Ég er mjög félagslyndur en hef líka mikla þörf fyrir einveru og að gera hluti einn.“ Jón á mjög fjölbreytt áhugamál sem þýðir að hann er ágætur í mörgu en ekki afbragðsgóður í neinu einu. „Ég er einn af þeim sem finnst allt áhugavert og verð helst að vera í öllu, ja í það minnsta að prufa allt. Ég mála, sker út í við, skrifa, hugleiði, stunda jóga, æfi jiujitsu, stunda kajaksiglingar, er að vinna í að eignast mótorhjól, ég er útivistarfrík, spila á gítar og fleira og fleira. Og svo þetta að skrifa og teikna bók og gefa hana svo út sjálfur. Ég ætlaði reyndar að fara með hana til útgefanda en svo vaknaði upp þessi löngun til að gera það sjálfur. Bara til að sjá hvort það væri hægt. Af hverju ekki?“ Höfundur bókarinnar Voff pabbi, ég er hundur gerir sér engar grillur þó viðtökurnar hafi verið ánægjulegar. Metsölulistinn er byggður á vikulegri sölu og það þarf kannski ekki mikið til. „En, hey! Það var rosalega gaman að sjá bókina sína í einhverri hillu merktri 4. sæti. Held hún hafi verið komin í 7. sæti í síðustu viku og gáði svo í dag og þá var hún ekki lengur á topp tíu listanum. Það gengur svona.“ Aðspurður hvernig honum hafi dottið í hug þetta sjónarhorn – það að sögumaður telji sig hund segir Jón það einfaldlega hafa komið til sín. Hann horfi á börnin í kring um sig. Þar á meðal strákinn sinn. Það virðist vera börnum mjög eðlilegt að bregða sér í hlutverk hunds eða annarra dýra. „Margar uppákomurnar í bókinni eru dagsannar. Mér fannst þetta bara svo sniðugt og ég man að ég hugsaði með mér að þetta, þessar uppákomur, þessar furðulegu aðstæður, væri nokkuð sem ég yrði að koma frá mér. Deila með öðrum. Þetta er bara eitthvað svo frábært. Ímyndaðu þér bara að standa fyrir framan barnið þitt þar sem það heimtar að þú gangir með það í bandi niður Laugaveginn af því það er hundur. Það er ekki hægt annað en að gleðjast yfir slíkri innlifun og leikgleði.“ Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Liðlega þrítugur hjúkrunarfræðingur í Reykjavík gaf nýverið út frumsamda barnabók sem hefur gengið vel, en í henni bregða krakkar sér í hlutverk dýra. „Ég held það sé mér hreinlega lífsnauðsynlegt að gera eitthvað „einstaklingshæft“ eins og að skrifa bók til mótvægis við vinnuna mína sem hjúkrunarfræðingur sem er náttúrlega mjög félagsleg og gengur út á allt annað. Sinna fólki, hjálpa öðrum,“ segir hinn rétt liðlega þrítugi Jón Ólafsson. Hann er hjúkrunarfræðingur en gerði sér lítið fyrir og gaf nýverið út barnabók sem hann skrifar og teiknar myndir í. Bókin, sem heitir Voff pabbi, ég er hundur, hefur hlotið góðar viðtökur og er í fjórða sæti á sölulista Eymundsson. „Þetta er voða fjör. Þetta er bók um efni sem mér skilst að krakkar eigi auðvelt með að tengja sig við, það að bregða sér í hlutverk dýra.“ Nú virðist sem starf hjúkrunarfræðings eigi fátt skylt við hið einmanalega starf rithöfundarins og Jón segir það merg málsins. Vinna hjúkrunarfræðings er mikið út á við – mikil teymisvinna. „Ég held reyndar að það blundi í okkur öllum þessar tvær hliðar. Annars vegar félagsveran og hins vegar einstaklingurinn. Ég er mjög félagslyndur en hef líka mikla þörf fyrir einveru og að gera hluti einn.“ Jón á mjög fjölbreytt áhugamál sem þýðir að hann er ágætur í mörgu en ekki afbragðsgóður í neinu einu. „Ég er einn af þeim sem finnst allt áhugavert og verð helst að vera í öllu, ja í það minnsta að prufa allt. Ég mála, sker út í við, skrifa, hugleiði, stunda jóga, æfi jiujitsu, stunda kajaksiglingar, er að vinna í að eignast mótorhjól, ég er útivistarfrík, spila á gítar og fleira og fleira. Og svo þetta að skrifa og teikna bók og gefa hana svo út sjálfur. Ég ætlaði reyndar að fara með hana til útgefanda en svo vaknaði upp þessi löngun til að gera það sjálfur. Bara til að sjá hvort það væri hægt. Af hverju ekki?“ Höfundur bókarinnar Voff pabbi, ég er hundur gerir sér engar grillur þó viðtökurnar hafi verið ánægjulegar. Metsölulistinn er byggður á vikulegri sölu og það þarf kannski ekki mikið til. „En, hey! Það var rosalega gaman að sjá bókina sína í einhverri hillu merktri 4. sæti. Held hún hafi verið komin í 7. sæti í síðustu viku og gáði svo í dag og þá var hún ekki lengur á topp tíu listanum. Það gengur svona.“ Aðspurður hvernig honum hafi dottið í hug þetta sjónarhorn – það að sögumaður telji sig hund segir Jón það einfaldlega hafa komið til sín. Hann horfi á börnin í kring um sig. Þar á meðal strákinn sinn. Það virðist vera börnum mjög eðlilegt að bregða sér í hlutverk hunds eða annarra dýra. „Margar uppákomurnar í bókinni eru dagsannar. Mér fannst þetta bara svo sniðugt og ég man að ég hugsaði með mér að þetta, þessar uppákomur, þessar furðulegu aðstæður, væri nokkuð sem ég yrði að koma frá mér. Deila með öðrum. Þetta er bara eitthvað svo frábært. Ímyndaðu þér bara að standa fyrir framan barnið þitt þar sem það heimtar að þú gangir með það í bandi niður Laugaveginn af því það er hundur. Það er ekki hægt annað en að gleðjast yfir slíkri innlifun og leikgleði.“
Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira