Lærir að ganga þriðja sinni 18. apríl 2009 07:00 Í kjölfar fólskulegrar árásar sem leiddi til mjaðmagrindarbrots þurfti Jonni að læra að labba í þriðja skipti á ævinni. „Ég er að læra að ganga í þriðja skipti. Er kominn upp, er með fjögurra punkta staf en get lítið hreyft mig,“ segir Jóhann Sigmarsson kvikmyndagerðarmaður – sem gegnir nafninu Jonni Sigmars. Jonni er að ganga í gegnum þá einstæðu lífsreynslu að læra að ganga í þriðja skipti á ævinni. Hinn 3. mars varð Jonni fyrir fólskulegri og tilefnislausri árás en hann var þá á leið á Kaffi París með tölvuna sína. „Þetta var klukkan níu að kvöldi og þá kom einhver bíll fyrir aftan mig, flautaði og flautaði og ég sneri mér við og spurði hvað væri að? Þá kom einhver út og síðasta sem ég sá var að einhver hljóp að mér og henti mér af öllu afli niður í götuna. Svo stungu þeir af.“ Sem betur fer voru vitni og bílnúmer náðist. Lögreglan hafði þannig upp á misyndismönnunum og Jonni hefur kært. Afleiðingar árásarinnar eru þær að Jonni mjaðmagrindarbrotnaði og dvelur hann nú á sjúkrahótelinu á Rauðarárstíg þar sem hann er í endurhæfingu. Hefur verið í göngugrind en styðst nú við staf. Að læra að ganga er ekkert nýtt fyrir Jonna. „Já, ég lærði náttúrulega að ganga þegar ég var lítill. Eins og flest önnur börn. Svo fékk ég heilahimnubólgu fimm ára gamall og lamaðist. Ég er með réttu rétthentur en varð að æfa mig í að gera allt með vinstri í staðinn,“ segir Jonni sem var rúmfastur í nokkra mánuði í kjölfar heilahimnubólgunnar. Hann fór þaðan í hjólastól sem hann gat ekki einu sinni ýtt sjálfur og svo á hækjur. Og heilahimnubólgunni fylgdi að Jonni er spastískur. „Ég lærði fyrst að hoppa á einni löpp og svo kom þetta að ég gat farið að geta stigið með. Það var í annað skipti.“ Og nú er þriðja skiptið yfirstandandi og Jonni gerir ráð fyrir því að nýju göngulagi fylgi nýr stíll. Jafnvel hattur og frakki. Jonni átti fertugsafmæli á spítalanum. Hann hefði gjarnan viljað halda upp á það annars staðar en fékk heimsóknir. Jonni þurfti í kjölfar árásarinnar að gangast undir uppskurð sem er í frásögur færandi: „Út af spasmanum stjórna ég ekki vöðvunum hægra megin, fékk vöðvakrampa og þá gliðnaði brotið. Sem var ekki mjög gott,“ segir Jonni. Hann var því sprautaður niður með morfíni og þurfti að fasta 17 klukkutíma fyrir uppskurð. „Þeir þorðu ekki að svæfa mig út af spasmanum þannig að ég var vakandi í uppskurðinum. Meðan þeir voru að bora í, negla, festa skrúfur og járnplötur í mjöðmina á mér. Ég fann ekkert fyrir þessu en var eins og í öðru herbergi að fylgjast með splattermynd þar sem blóðið sullaðist úr mér.“ Jonni vinnur nú að næstu mynd sinni, Skarð, sem fjallar um vegagerð úti á landi. Hann þekkir það að gera myndir án styrkja og bíður eftir grænu ljósi frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. „Ég veit ekki hvenær þetta gæti farið í tökur. Ég er að bíða eftir græna ljósinu. þarf maður ekki alltaf að hafa græna ljósið?“ segir Jonni – á kunnuglegum tímamótum. Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Sjá meira
„Ég er að læra að ganga í þriðja skipti. Er kominn upp, er með fjögurra punkta staf en get lítið hreyft mig,“ segir Jóhann Sigmarsson kvikmyndagerðarmaður – sem gegnir nafninu Jonni Sigmars. Jonni er að ganga í gegnum þá einstæðu lífsreynslu að læra að ganga í þriðja skipti á ævinni. Hinn 3. mars varð Jonni fyrir fólskulegri og tilefnislausri árás en hann var þá á leið á Kaffi París með tölvuna sína. „Þetta var klukkan níu að kvöldi og þá kom einhver bíll fyrir aftan mig, flautaði og flautaði og ég sneri mér við og spurði hvað væri að? Þá kom einhver út og síðasta sem ég sá var að einhver hljóp að mér og henti mér af öllu afli niður í götuna. Svo stungu þeir af.“ Sem betur fer voru vitni og bílnúmer náðist. Lögreglan hafði þannig upp á misyndismönnunum og Jonni hefur kært. Afleiðingar árásarinnar eru þær að Jonni mjaðmagrindarbrotnaði og dvelur hann nú á sjúkrahótelinu á Rauðarárstíg þar sem hann er í endurhæfingu. Hefur verið í göngugrind en styðst nú við staf. Að læra að ganga er ekkert nýtt fyrir Jonna. „Já, ég lærði náttúrulega að ganga þegar ég var lítill. Eins og flest önnur börn. Svo fékk ég heilahimnubólgu fimm ára gamall og lamaðist. Ég er með réttu rétthentur en varð að æfa mig í að gera allt með vinstri í staðinn,“ segir Jonni sem var rúmfastur í nokkra mánuði í kjölfar heilahimnubólgunnar. Hann fór þaðan í hjólastól sem hann gat ekki einu sinni ýtt sjálfur og svo á hækjur. Og heilahimnubólgunni fylgdi að Jonni er spastískur. „Ég lærði fyrst að hoppa á einni löpp og svo kom þetta að ég gat farið að geta stigið með. Það var í annað skipti.“ Og nú er þriðja skiptið yfirstandandi og Jonni gerir ráð fyrir því að nýju göngulagi fylgi nýr stíll. Jafnvel hattur og frakki. Jonni átti fertugsafmæli á spítalanum. Hann hefði gjarnan viljað halda upp á það annars staðar en fékk heimsóknir. Jonni þurfti í kjölfar árásarinnar að gangast undir uppskurð sem er í frásögur færandi: „Út af spasmanum stjórna ég ekki vöðvunum hægra megin, fékk vöðvakrampa og þá gliðnaði brotið. Sem var ekki mjög gott,“ segir Jonni. Hann var því sprautaður niður með morfíni og þurfti að fasta 17 klukkutíma fyrir uppskurð. „Þeir þorðu ekki að svæfa mig út af spasmanum þannig að ég var vakandi í uppskurðinum. Meðan þeir voru að bora í, negla, festa skrúfur og járnplötur í mjöðmina á mér. Ég fann ekkert fyrir þessu en var eins og í öðru herbergi að fylgjast með splattermynd þar sem blóðið sullaðist úr mér.“ Jonni vinnur nú að næstu mynd sinni, Skarð, sem fjallar um vegagerð úti á landi. Hann þekkir það að gera myndir án styrkja og bíður eftir grænu ljósi frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. „Ég veit ekki hvenær þetta gæti farið í tökur. Ég er að bíða eftir græna ljósinu. þarf maður ekki alltaf að hafa græna ljósið?“ segir Jonni – á kunnuglegum tímamótum.
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Sjá meira