Lífið

Gæfulítill kapitalisti

Jónas gagnrýnir Bubba.
Jónas gagnrýnir Bubba.

Ritstjórinn Jónas Kristjánsson gagnrýnir konung poppsins, Bubba Morthens harðlega á heimsíðu sinni. Tilefnið er er yfirlýsing tónlistarmannsins á eigin heimsíðu, Bubbi.is, en þar segist hann hvetja fólk til þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Yfirlýsing poppgoðsins kemur kannski dálítið spánskt fyrir sjónir en hann hefur meðal annars samið byltingaslagara. Auk þess spilaði hann á mótmælum fyrir utan Seðlabanka Íslands þegar almenningur mótmælti veru Davíðs Oddsonar, fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins, í seðlabankanum.

Á bloggi sínu skrifar Jónas: „Hann er erkitýpa ársins 2007. Honum leið bezt í faðmi útrásarvíkinga og bankastjóra, seldi þeim ævistarf sitt fyrirfram. Hann vildi fá allt strax, hér og nú, maður andartaksins. Auk þess gerði hann út á alþýðuna eins og Flokkurinn, sem notaði atkvæði hennar til að misþyrma henni. Flokkurinn og Bubbi eru eins konar idol, hvor með sínum hætti."

Og þar lýkur ekki gagnrýni ritstjórans gamalreynda því hann bætir um betur og segir Bubba úr öllum tengslum við almenning.

Orðrétt skrifar hann: „Ég hef aldrei séð Bubba fyrir mér á neinum götuvígjum almúgans. Ég sé hann fyrir mér ræða við víkinga um kosti og galla ýmissa jeppategunda."

Lokadómur Jónasar er svo ansi einfaldur, hann skrifar: „Einkum er hann bara gæfulítill kapítalisti."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.