Lífið

Verzló vann MORFÍS í tíunda sinn

Versló sigraði Morfís í tíunda skiptið.
Versló sigraði Morfís í tíunda skiptið.

Verzlunarskóli Íslands tryggði sér í gærkvöldi sigur í Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands í ellefta sinn með sigri á Fjölbrautarskóla Suðurnesja.

Keppnin fór fram í Háskólabíó og var umræðuefni kvöldsins „Geimferðir" og mælti Verzló á móti. Munurinn á liðunum var 62 stig og var Hafsteinn Gunnar Hauksson úr Verzlunarskólanum ræðumaður kvöldsins og þar með ræðumaður Íslands 2009.

Fundarstjóri var Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona, en hún keppti sjálf í úrslitum MORFÍS fyrir hönd Fjölbrautarskólans í Garðabæ fyrir rúmum áratug. Þetta var í fyrsta sinn sem Fjölbrautarskóli Suðurnesja keppti í úrslitum MORFÍS.

„Geimferðir eru auðvitað bara tímaskekkja og eiga ekkert erindi í umræðuna á þeim tímum sem við lifum í dag. Suðurnesjamenn voru þó með mjög góðan málatilbúnað og við áttum í fullu fangi með að svara þeim. Það er þó ánægjulegt að sjá fleiri skóla koma svona sterka inn og það er ljóst að ef Fjölbrautarskóli Suðurnesja stillir upp sama liði á næsta ári þá verður erfitt að stöðva þá," sagði Ómar Örn Bjarnþórsson, þjálfari Verzlunarskólans, en hann var að leiða lið sitt til sigurs í MORFÍS í fjórða sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.