Fleiri fréttir

Sýningarlok á sunnudaginn

Sjöttu skúlptúrsýningu Magnúsar Th. Magnússonar, eða Tedda, í Perlunni lýkur á sunnudaginn. Þar sýnir hann áttatíu verk sem eru afrakstur tveggja ára vinnu en Teddi sýnir annað hvert ár í Perlunni.

Spaksmannsspjarir orðnar gelgjur

Flestar íslenskar konur kannast við merkið íslenska fatamerkið Spakmannsspjarir sem hefur verið við lýði í þrettán ár við miklar vinsældir kvenna á öllum aldri. Þær Björg Ingadóttir og Valgerður Torfadóttir eru konurnar á bak við fatnaðinn og í gegnum öll þessi ár hafa stöllurnar aldrei haldið útsölu eins og tíðkast að gera tvisvar á ári í fatabransanum.

Sálfræðingar áhyggjufullir

Raunveruleikaþættirnir Big Brother hafa notið mikilla vinsælda á Bretlandi að undanförnu en nú finnst félagi sálfræðinga vera nóg komið.

Ráðast á Japan

Hljómsveitirnar Apparat, Flís, Benni Hemm Hemm, og tónlistarmennirnir Kira Kira, Örvar Þóreyjarson Smárason úr múm og Paul Lydon eru á leið í tónleikaferð til Japans í nóvember. Einnig er fyrirhugað að halda tónleika í London.

Ósáttir við tilboð Rásar 2

Fréttir þess efnis að Tvíhöfði, með þá Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr fremsta í flokki, hygðist snúa aftur í útvarp fóru eins og eldur í sinu um vefinn í gær. Greint var frá því að útvarpsþátturinn yrði á dagskrá Rásar 2 þar sem hann fór fyrst í loftið fyrir rúmum áratug og yrði jafnvel tromp útvarpsstöðvarinnar um helgar.

Nútíminn með augum Dylans

Það eru komin fimm ár síðan Bob Dylan sendi síðast frá sér plötu með nýju efni. Eftir helgina kemur 44. platan hans, Modern Times, í verslanir. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, enda áhugi fyrir Dylan verið sérstaklega mikill síðustu tvö ár vegna sjálfsævisögunnar Chronicles Vol. 1 og heimildarmyndarinnar No Direction Home.

Lið eftir kynþáttum

Liðum verður skipt eftir kynþáttum í nýjustu þáttaröð Survivor sem hefur göngu sína í Bandaríkjunum þann 14. september.

Kruse þeytir skífum

Þýski plötusnúðurinn Monika Kruse kemur til landsins um næstu helgi. Hún kemur til með að spila á Nasa, á föstudaginn eftir viku, þann fyrsta september. Einnig koma fram Exos, Dj Frímann og Dj Eyvi sem er að stíga sín fyrstu spor.

Bylgjan tuttugu ára

Útvarpsstöðin Bylgjan heldur upp á tuttugu ára afmælið sitt um helgina með þriggja daga afmælishátíð þar sem ýmislegt skemmtilegt verður í gangi.

Hlaupabretti og sundlaug fyrir hross og hunda

Helgi Leifur Sigmarsson tamningamaður opnar innan skamms þjálfunar- og endurhæfingarstöð fyrir hross og hunda í hesthúsahverfinu í Víðidal. Helgi Leifur ætlar að bjóða upp á nýjungar við þjálfun dýranna en meðal þess sem hann býður upp á er sundlaug og hlaupabretti, nokkurs konar hesta-spa en án leirbaðanna.

Fyrst kuklað svo þuklað

Árlegt Landsmót hagyrðinga er haldið á Hólmavík um helgina og má þar búast við að hundruð manna og kvenna leggi leið sína á Strandir til að yrkjast á.

Fjölbreytt dagskrá

Fjórða alþjóðlega Tangóhátíð Kramhússins og Tangófélagsins, TANGO on ICEland verður haldin 31. ágúst - 3. sept. Hátíðin fer fram í Kramhúsinu, Iðnó, Þjóðleikhúskjallaranum og Bláa lóninu. Sem fyrr er dagskrá hátíðarinnar fjölbreytt og tilvalin leið fyrir reynda sem óreynda að kynna sér heim tangósins.

Fjölbreytt stemning

Hljómsveitirnar Sprengjuhöllin og Reykjavík! ásamt rapparanum Dóra DNA munu troða upp á Stúdentakjallaranum í kvöld og má því búast við fjölbreyttum og skemmtilegum tónleikum.

Fiskisúpa og sigling í einum pakka

Fjöruhúsið á Hellnum er viðkomustaður margra þeirra sem leið eiga um Snæfellsnes. Það er ekki að ástæðulausu enda stemningin í húsinu einstök og umhverfið stórbrotið. Um er að ræða uppgert fiskverkunarhús sem í dag þjónar hlutverki kaffihúss. Nú hefur aðdráttarafl staðarins enn aukist eftir að eigendur Fjöruhússins, hjónin Kristján Gunnlaugsson og Sigríður Einarsdóttir, festu kaup á bát sem gestum gefst kostur á að leigja til siglingar um nágrennið.

100 prósent fiftí fiftí

Hljómsveitin Motion Boys vakti athygli á dögunum með fyrsta lagi sínu, Waiting to Happen, sem náði meðal annars toppsæti X-listans. Nýju lagi, Hold Me Closer to Your Heart, er síðan ætlað að fylgja vinsældunum eftir. Sveitin var stofnuð í byrjun þessa árs og er skipuð þeim Birgi Ísleifi og Árna Rúnari. Birgir var áður í hljómsveitinni Byltan auk þess sem hann samdi tónlistina við þáttaröðina Sigtið á Skjá einum. Er hann einmitt að vinna að tónlistinni við nýja þáttaröð af Sigtinu ásamt Árna, sem á hinn bóginn er annar meðlima Hairdoctor og gekk nýverið til liðs við hljómsveitina gus gus

Vélmenni í vegamynd

Frakkinn Thomas Bangalter, annar meðlima danshljómsveitarinnar Daft Punk, verður gestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í haust. Mun hann svara spurningum áhorfenda við frumsýningu kvikmyndarinnar Electroma auk þess að þeyta skífum á skemmtistaðnum Nasa.

Uppákomur um allan bæ

Akureyrarvaka er á laugar­daginn og lýkur þar með Listasumari á Akureyri með uppákomum af ýmsum toga um allan bæ. „Akureyrarvakan sjálf er á laugardaginn en það er hefð fyrir því að hafa setningu í Lystigarðinum á föstudagskvöldinu,“ segir Guðrún Þórsdóttir, verkstýra Akureyrarvöku. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarfulltrúi heldur ávarp, veitt eru verðlaun fyrir fallegustu garðana og fleira, en til hliðar við formlegheitin er skemmtun fyrir alla aldurshópa.

Nico Muhly - Speaks Volumes

Ný íslensk hljómplötuútgáfa, Bedroom Community gefur út sína fyrstu afurð, plötuna Speaks Volumes eftir Bandaríska tónskáldið Nico Muhly sem búsettur er í New York.

Reykjavík, Sprengjuhöllin og Dóri DNA

Hljómsveitirnar Reykjavík! og Sprengjuhöllin ásamt rapparanum Dóra DNA munu troða upp á Stúdentakjallaranum við Hringbraut föstudaginn næstkomandi, 25. ágúst. Búast má við athyglisverðri stemningu enda er um að ræða ólíka flytjendur.

Tom Cruise látinn fjúka

Mikil tíðindi urðu í nótt í Hollywood þegar stjórnendur kvikmyndafyrirtækisins Paramount Pictures ákváðu að endurnýja ekki samning sinn við stórleikarann Tom Cruise. Samkvæmt blaðinu Wall Street Journal var ákvörðunin tekin vegna þess að fyrirtækið er ekki ánægt með framkomu Cruise í fjölmiðlum og við almenning síðasta árið.

Ólíkindatólið Dupree

Þau Matt Dillon, Owen Wilson og Kate Hudson leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni You, Me and Dupree sem hefur gert ágætishluti vestanhafs. You, Me and Dupree segir frá hinum nýgiftu Carl og Molly sem Dillon og Hudson leika. Þau eru rétt búin að koma sér fyrir í nýju húsi þegar gamall vinur Carls, Dupree, bankar upp á.

Nicole Richie er að hverfa

Athafnakonan unga Nicole Richie hefur verið mikið í slúðurpésum upp á síðkastið vegna holdafars síns. Þegar hún skaust fram í sviðsljósið ásamt fyrrverandi vinkonu sinni Paris Hilton í sjónvarpsþáttunum Simple Life var hún heilbrigð ung stúlka en svo fór að halla undir fæti og er búin að grennast svo svakalega á stuttum tíma eins og myndirnar sína.

Meiri kraftur og aukinn uppreisnarandi

Tæpt ár er liðið síðan Hafþór Yngvason tók við lyklavöldum í Listasafni Reykjavíkur en eins og sagt er fylgja nýir siðir nýjum herrum og nú boðar safnið stefnubreytingar.

Kate Hudson lokar sig af

Leikonan Kate Hudson hefur dregið sig út úr kynningarherferð nýjustu kvikmyndar sinnar You, me and Dupree um heiminn þveran og endilangan um þessar mundir. Ástæðan mun vera vegna þess að mikið hefur gerst í hennar einkalífi upp á síðkastið og segist hún ekki geta haldið andliti lengur.

Tiefschwarz til landsins

Þýsku plötusnúðarnir Tiefschwarz koma fram á stóru Party Zone-kvöldi á Nasa þann 15. september. Tief­schwarz-liðar slógu rækilega í gegn á einu alskemmtilegasta klúbbakvöldi ársins í janúar í fyrra á árlistakvöldi Party Zone.

Lífið kallar

FL-Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands, efna til styrktartónleika þann 9. september næstkomandi í Háskólabíói. Ágóði tónleikanna ásamt söfnunarfé mun renna til átaksverkefnis Barna- og unglingageðdeildar Landsspítalans Háskólasjúkrahúss, “Lífið kallar” en markmið þess er að styrkja fjölskyldur barna og unglinga sem eiga við andlega erfiðleika að etja.

Lífleg ljóðahandbók

Breski leikarinn og háðfuglinn Stephen Fry leggur lag sitt við fleiri en eina listgyðju því hann er liðtækur penni með mikinn ljóðaáhuga. Fry hefur þegar gefið út nokkrar skáldsögur og sjálfsævisögu en á dögunum kom út bókin The Ode Less Travelled: Unlocking the Poet Within sem er nokkurs konar ljóðahandbók sem Fry hefur tekið saman.

Lélegur hljómur á geisladiskum

Tónlistarmaðurinn Bob Dylan segir nútíma upptökutækni vera skelfilega og í raun einskis virði. Dylan, sem er 65 ára, gefur um þessar mundir út sína fyrstu plötu í fimm ár, Modern Times. Í viðtali við tímaritið Rolling Stones segist hann vera afar ósáttur við hljóminn á geisladiskum.

Zidane til Toronto

Kvikmyndin Zidane: Andlit 21. aldarinnar, sem Sigurjón Sighvatsson framleiðir, hefur verið valin til sýningar á Toronto-kvikmyndahátíðinni í Vision-flokknum. Myndin hefur verið á ferðalagi um Evrópu að undanförnu og verður meðal annars ein af helstu myndunum á Edinborgar-kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir.

Kyntröllið aftur á skjáinn

Jón Ólafsson píanóleikari mun stjórna nýjum spjallþætti á laugardagskvöldum í Sjónvarpinu. Jón fetar þar með í fótspor ekki ómerkari manna en Hemma Gunn og Gísla Marteins Baldurssonar sem stýrðu feikivinsælum spjallþáttum um árabil.

Kvikmyndaveislurnar hefjast

Á næstu mánuðum verða kvikmyndahúsin laus við alla Hollywood-stælana og markaðsetningu því á haustmánuðum gefst borgarbúum tækifæri til sækja tvær ólíkar kvikmyndahátíðir sem báðar náðu að festa sig í sessi á síðasta ári.

Vildu ekki sýna rassinn

Leikarabræðurnir Luke og Owen Wilson þurftu báðir að láta einhvern annan sýna á sér rassinn í þeirra stað í nýjustu myndum sínum. Ástæðuna segja þeir vera að aldurinn sé farinn að segja til sín og sjáist það helst á bakhlutanum. Þeir bræður munu hafa skemmt sér vel þegar þeir voru að velja sér rassa en sögðu þó að það hafi verið erfitt enda er nauðsynlegt að vanda valið.

Keypti herrafataverslun í Keflavík

Ólafur Geir Jónsson, fyrrverandi Herra Ísland, hefur ásamt vini sínum, Árna Árnasyni, keypt herradeildina í Gallerí Keflavík, sem opnar á ný eftir breytingar á morgun. "Guðrún Jónsdóttir hefur átt og rekið Gallerí Keflavík undanfarin þrjú ár og það má líklega segja að ég hafi verið hennar stærsti viðskiptavinur í herradeildinni," segir Ólafur Geir og bætir við:

Jagger í hnappelduna

Rokkarinn og söngvari hljómsveitarinnar Rolling Stones, Mick Jagger, hefur nú beðið fyrirsætunnar L´Wren Scott. Sást til hennar í búðarrölti með leikkonunni Nicole Kidman með risastóran demantshring á fingri og greinlega hamingjusöm á svipinn samkvæmt Daily Express.

Takk fyrir að reykja

Umdeildasti iðnaður allra tíma, tókaksiðnaðurinn, er til umfjöllunar í kvikmyndinni Thank you for Smoking eftir hinn kornunga Jason Reitman sem skrifar sjálfur handritið eftir samnefndri bók Christophers Buckley.

Reisir lúxusíbúðir við Tryggvagötu

Fasteignafélagið Kirkjuhvoll, sem er í eigu Karls J. Steingrímssonar, oftast kenndur við Pelsinn, stendur fyrir byggingu lúxusíbúðahúss á Tryggvagötu fyrir aftan Naustið. Það verða 24 íbúðir í húsinu og fjórir stigagangar með lyftum, segir Karl en að hans sögn felst lúxusinn í því að allur frágangur hússins verður eins og best verður á kosið, auk þess sem mikið er lagt upp úr sameigninni og aðkomu að húsinu.

Í baráttu við sjálfan sig

Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur tónleika í Iðnó í kvöld í tilefni af útgáfu fyrstu plötu sinnar, Wine For My Weakness, sem kemur út hjá 12 Tónum í dag.

Hörð barátta um Ljósanæturlagið

Kosning á Ljósalaginu 2006 stendur nú yfir á heimasíðunum ljosanott.is og ruv.is/poppland. Kosningin hefur staðið yfir frá því á mánudag en henni lýkur á morgun. Alls bárust 85 lög í keppnina um Ljósalagið og hefur þátttakan aldrei verið meiri.

Hollywoodnámskeið

Iceland Film Festival stendur laugardaginn 2. september fyrir yfirgripsmiklu eins dags Hollywood-námskeiði um undirstöðuatriði handritagerðar.

Alvöru hnakkapartí

„Meiningin er að vera með mjög ýkta hnakkastemmningu á Yello á laugardaginn,“ segir Atli Rúnar Hermannson, eigandi skemmtistaðarins Yello í Keflavík.

Grettir snýr aftur

Hugarsmið Jim Davis, Garfield, er mættur aftur til leiks og sem fyrr er það Bill Murray sem talar fyrir þennan latasta kött allra tíma. Garfield, Odie, John og Liz eru mætt til London þar sem John hyggst biðja kærustu sinnar.

Féll fyrir Lundúnum

Leikarinn David Hasselhoff hefur nú fallið fyrir Lundúnaborg og langar helst að flytja þangað. Hasselhoff er nýskilinn og er á leiðinni til London á næstunni til að leita sér að húsnæði í Chelsea eða Richmond.

Feitt klúbbakvöld

Dansdúóið Josh Gabriel og Dave Dresden kemur fram á heljarinnar klúbbakvöldi sem verður haldið á Broadway á föstudagskvöld.

Elvis opnar á nýjum stað

Verslunin Elvis mun opna á nýjum stað með pompi og prakt í kvöld. Verslunin, sem áður var á Vatnsstíg, sérhæfir sig í notuðum fatnaði fyrir karlmenn og opnar nú á Klapparstíg þar sem Spútnikk var áður til húsa.

Eiginmaðurinn þolir ekki tónlist Madonnu

Söngkonan vinsæla Madonna segir að eiginmaður sinn Guy Ritchie þoli ekki tónlistina sína. Þetta kemur m.a. fram í nýlegu viðtali hennar við franskt tímarit.

Sjá næstu 50 fréttir