Nútíminn með augum Dylans 25. ágúst 2006 13:00 Bob Dylan Karlinn er í fínu formi á nýju plötunni sinni, Modern Times. Sumir vilja lesa gagnrýni á George Bush út úr textunum á plötunni. Það eru komin fimm ár síðan Bob Dylan sendi síðast frá sér plötu með nýju efni. Eftir helgina kemur 44. platan hans, Modern Times, í verslanir. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, enda áhugi fyrir Dylan verið sérstaklega mikill síðustu tvö ár vegna sjálfsævisögunnar Chronicles Vol. 1 og heimildarmyndarinnar No Direction Home. Bob Dylan hefur verið mikið í umræðunni síðustu tvö ár. Fyrsta bindi sjálfsævisögunnar hans, Chronicles, sem kom út í október 2004 þótti meistaralega skrifað og heimildarmynd Martins Scorsese, No Direction Home, sem var frumsýnd tæpu ári síðar og fjallaði um feril Dylans fram til ársins 1967 vakti mikla athygli og styrkti þá skoðun að Bob Dylan sé einn af mestu meisturum poppsögunnar, ef ekki sá mesti. Og svei mér þá ef það er ekki aðeins að léttast brúnin á karlinum. Að minnsta kosti lék hann í undirfataauglýsingu og byrjaði í árslok 2005 með sinn eigin útvarpsþátt, Theme Time Radio Hour, sem strax náði miklum vinsældum. Þó að áhugi fyrir Dylan hafi sjaldan verið meiri þá hefur hann ekki sent frá sér plötu með nýju efni síðan haustið 2001 þegar Love and Theft kom út.Tekin upp undir stjórn "Jack Frost"Love and Theft kom út daginn ógurlega. 11. september 2001. Það er erfitt að ímynda sér verri útgáfudag fyrir kynningu og sölu á nýrri plötu, en Love and Theft fékk góðar viðtökur bæði hjá plötukaupendum og gagnrýnendum sem sumir gengu svo langt að kalla hana hans bestu plötu síðan Blood on the Tracks kom út rúmum aldarfjórðungi fyrr. Dylan gerði Love and Theft með tónleikabandinu sínu og stjórnaði upptökum sjálfur undir dulnefninu Jack Frost. Sama á við um nýju plötuna Modern Times. Hún var tekin upp á austurströnd Bandaríkjanna fyrr á þessu ári og aftur var það tónleikahljómsveitin hans sem sá um hljóðfæraleikinn og Jack var mættur til að stjórna upptökunum. Sérstök áhersla lögð á sönginnLangur ferill Platan sem Dylan sendir frá sér eftir helgi er sú fyrsta í fimm ár. Hún verður 44. platan sem hann gefur út.Tónlistarlega er Modern Times beint framhald af Love and Theft. Þetta er sígildur Dylan. Útsetningarnar eru einfaldar, áferðin er frekar hrá og tónlistin er blús, djass og kántrí-skotið amerískt rokk. Platan sem er rúmlega klukkutíma löng inniheldur tíu ný lög eftir Dylan, þ.á m. Thunder on the Mountain, Workingman's Blues og Ain't Talkin' Just Walkin'. Það er auðheyrt að Dylan er í fínu formi. Hann syngur vel, röddin er skýr og maður dettur strax í það að hlusta eftir textunum. Reyndar segir sagan að Dylan hafi lagt sérstaka áherslu á röddina í upptökunum. Hann lá víst yfir þessu karlinn. Textarnir eru svo auðvitað rannsóknarverkefni út af fyrir sig, fullir af óljósum meiningum og mismunandi túlkunarmöguleikum. Lokar þrennunniNafn plötunnar, Modern Times, er sagt vera skírskotun í Nútíma Chaplins, en líka hattur yfir efni plötunnar sem er Bandaríkin dagsins í dag. Dylan kemur víða við í textunum, en sumir þeirra sem hafa rýnt í þá sjá gagnrýni á Bush forseta og hina nýju bandarísku hægristefnu, en eins og oft hjá Dylan þá nefnir hann engin nöfn og skilaboðin eru allt annað en einföld. Þeir sem vilja slagorð og upphrópanir verða að halda sig við Neil Young eða Bruce Springsteen. Modern Times lokar þrennunni sem byrjaði með Time out of Mind árið 1997 og hélt áfram með Love and Theft árið 2001. Það má bóka að þeir sem höfðu gaman að fyrri plötunum tveimur verða alsælir með nýju plötuna. Fyrsta upplagi hennar fylgir DVD-diskur með 4 myndböndum. Menning Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Það eru komin fimm ár síðan Bob Dylan sendi síðast frá sér plötu með nýju efni. Eftir helgina kemur 44. platan hans, Modern Times, í verslanir. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, enda áhugi fyrir Dylan verið sérstaklega mikill síðustu tvö ár vegna sjálfsævisögunnar Chronicles Vol. 1 og heimildarmyndarinnar No Direction Home. Bob Dylan hefur verið mikið í umræðunni síðustu tvö ár. Fyrsta bindi sjálfsævisögunnar hans, Chronicles, sem kom út í október 2004 þótti meistaralega skrifað og heimildarmynd Martins Scorsese, No Direction Home, sem var frumsýnd tæpu ári síðar og fjallaði um feril Dylans fram til ársins 1967 vakti mikla athygli og styrkti þá skoðun að Bob Dylan sé einn af mestu meisturum poppsögunnar, ef ekki sá mesti. Og svei mér þá ef það er ekki aðeins að léttast brúnin á karlinum. Að minnsta kosti lék hann í undirfataauglýsingu og byrjaði í árslok 2005 með sinn eigin útvarpsþátt, Theme Time Radio Hour, sem strax náði miklum vinsældum. Þó að áhugi fyrir Dylan hafi sjaldan verið meiri þá hefur hann ekki sent frá sér plötu með nýju efni síðan haustið 2001 þegar Love and Theft kom út.Tekin upp undir stjórn "Jack Frost"Love and Theft kom út daginn ógurlega. 11. september 2001. Það er erfitt að ímynda sér verri útgáfudag fyrir kynningu og sölu á nýrri plötu, en Love and Theft fékk góðar viðtökur bæði hjá plötukaupendum og gagnrýnendum sem sumir gengu svo langt að kalla hana hans bestu plötu síðan Blood on the Tracks kom út rúmum aldarfjórðungi fyrr. Dylan gerði Love and Theft með tónleikabandinu sínu og stjórnaði upptökum sjálfur undir dulnefninu Jack Frost. Sama á við um nýju plötuna Modern Times. Hún var tekin upp á austurströnd Bandaríkjanna fyrr á þessu ári og aftur var það tónleikahljómsveitin hans sem sá um hljóðfæraleikinn og Jack var mættur til að stjórna upptökunum. Sérstök áhersla lögð á sönginnLangur ferill Platan sem Dylan sendir frá sér eftir helgi er sú fyrsta í fimm ár. Hún verður 44. platan sem hann gefur út.Tónlistarlega er Modern Times beint framhald af Love and Theft. Þetta er sígildur Dylan. Útsetningarnar eru einfaldar, áferðin er frekar hrá og tónlistin er blús, djass og kántrí-skotið amerískt rokk. Platan sem er rúmlega klukkutíma löng inniheldur tíu ný lög eftir Dylan, þ.á m. Thunder on the Mountain, Workingman's Blues og Ain't Talkin' Just Walkin'. Það er auðheyrt að Dylan er í fínu formi. Hann syngur vel, röddin er skýr og maður dettur strax í það að hlusta eftir textunum. Reyndar segir sagan að Dylan hafi lagt sérstaka áherslu á röddina í upptökunum. Hann lá víst yfir þessu karlinn. Textarnir eru svo auðvitað rannsóknarverkefni út af fyrir sig, fullir af óljósum meiningum og mismunandi túlkunarmöguleikum. Lokar þrennunniNafn plötunnar, Modern Times, er sagt vera skírskotun í Nútíma Chaplins, en líka hattur yfir efni plötunnar sem er Bandaríkin dagsins í dag. Dylan kemur víða við í textunum, en sumir þeirra sem hafa rýnt í þá sjá gagnrýni á Bush forseta og hina nýju bandarísku hægristefnu, en eins og oft hjá Dylan þá nefnir hann engin nöfn og skilaboðin eru allt annað en einföld. Þeir sem vilja slagorð og upphrópanir verða að halda sig við Neil Young eða Bruce Springsteen. Modern Times lokar þrennunni sem byrjaði með Time out of Mind árið 1997 og hélt áfram með Love and Theft árið 2001. Það má bóka að þeir sem höfðu gaman að fyrri plötunum tveimur verða alsælir með nýju plötuna. Fyrsta upplagi hennar fylgir DVD-diskur með 4 myndböndum.
Menning Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira