Lífið

Ólíkindatólið Dupree

Carl og Molly komast í smávandræði þegar góðvinur Carls, Dupree, flytur inn á þau.
Carl og Molly komast í smávandræði þegar góðvinur Carls, Dupree, flytur inn á þau.

Þau Matt Dillon, Owen Wilson og Kate Hudson leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni You, Me and Dupree sem hefur gert ágætishluti vestanhafs. You, Me and Dupree segir frá hinum nýgiftu Carl og Molly sem Dillon og Hudson leika. Þau eru rétt búin að koma sér fyrir í nýju húsi þegar gamall vinur Carls, Dupree, bankar upp á. Hann hefur lent í útistöðum við yfirmann sinn og skortir bæði vinnu og pening.

Carl er í fyrstu mjög hrifinn af því að skjóta skjólshúsi yfir þennan gamla vin enda er Dupree bæði kærulaus og yfirmáta skemmtilegur ... í fyrstu. Carl reynist þó erfitt að fylgja eftir fíflalátum Duprees og að halda konunni sinni góðri. Auk þeirra Dillons, Wilsons og Hudson leikur Michael Douglas stórt hlutverk í myndinni sem er leikstýrt af bræðrunum Joe og Anthony Russo en þeir eiga heiðurinn af hinum feikivinsælu sjónvarpsþáttum Arrested Development.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.