Lífið

Feitt klúbbakvöld

Þeir félagar Josh og Dave  munu þeyta skífum á Broadway á föstudagskvöld.
Þeir félagar Josh og Dave munu þeyta skífum á Broadway á föstudagskvöld.

Dansdúóið Josh Gabriel og Dave Dresden kemur fram á heljarinnar klúbbakvöldi sem verður haldið á Broadway á föstudagskvöld.

Þeir félagar hafa m.a. samið stefið fyrir sjónvarpsþættina vinsælu Nip/Tuc og titillag óskarsverðlaunamyndarinnar Brokeback Mountain. Sem plötusnúðar hafa þeir ferðast vítt og breitt um heiminn og eru núna í 21. sæti yfir bestu plötusnúða heimsins. Hafa þeir gefið út og endurhljóðblandað lög eftir listamenn á borð við Madonnu, Annie Lennox, Britney Spears, Dido og Sara Mclachlan.

Húsið opnar klukkan 23.00 og verður opið til 5.30. DJ Ghozt & Brunhein sjá um að hita upp. Áætlað er að stjörnur kvöldsins stígi á svið kl. 1.30 eða 2.00. Miðaverð er 1500 krónur og eru allir miðar seldir við hurð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.