Lífið

Grettir snýr aftur

Garfield kemst í hann krappann þegar hann verður óvænt erfingi glæsilegs kastala á Bretlandi.
Garfield kemst í hann krappann þegar hann verður óvænt erfingi glæsilegs kastala á Bretlandi.

Hugarsmið Jim Davis, Garfield, er mættur aftur til leiks og sem fyrr er það Bill Murray sem talar fyrir þennan latasta kött allra tíma. Garfield, Odie, John og Liz eru mætt til London þar sem John hyggst biðja kærustu sinnar.

Garfield er auðvitað samur við sig og fer sínar eigin leiðir. Garfield lendir í þeim misskilningi að hann sé Prince, nauðalíkur köttur, sem nýlega hefur erft kastala. Að sjálfsögðu er Garfield ekkert í mun að leiðrétta þessi mistök enda er honum þjónað kvölds og morgna.

Eina vandamálið er að Lord Dargis, sem á að erfa auðæfin næst, hyggst koma þessum Garfield fyrir kattarnef og þarf því ráðagóði kötturinn að taka á öllu sínu til að halda lífi.

Sem fyrr er það Breckin Meyer sem leikur hinn seinheppna John og Jennifer Love Hewitt fer með hlutverk Liz auk þess sem breski gamanleikarinn Bill Connolly leikur Lord Dargis. Myndinni er leikstýrt af Tim Hill en hann hefur skrifað fyrir hina vinsælu barnaþætti SpongeBob SquarePants.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.