Fleiri fréttir Alíslenskur brúðuþáttur á Stöð 2 Það er ekki á hverjum degi sem íslenskir brúðugrínþættir hefja göngu sína. Í raun hefur það aldrei gerst áður. Búbbarnir eru því ekkert minna en bylting í íslensku sjónvarpi. Og Búbbastöðin - sem er sögusvið þáttanna - mun þar að auki valda byltingu á íslenskum fjölmiðlamarkaði. 23.8.2006 18:00 Reykholtskirkja hin eldri Í Reykholti í Borgarfirði eru tvær kirkjur. Bak við þá nýju þar sem guðsþjónustur eru núna leynist önnur eldri og minni kirkja sem byggð var árið 1886. Sunnudaginn 27. ágúst nk. opnar Þjóðminjasafn Íslands þessa fallegu gömlu timburkirkju fyrir almenning og gefst tækifæri til að skoða hana að innan sem utan. 23.8.2006 17:45 Börn þekktustu leikstjóra landsins saman í bíómynd "Það varð nú óvart þannig að öll þessi leikstjórabörn verða í myndinni. Þegar ég var að leita að leikurum í vetur fór ég á menntaskólasýningarnar og þá voru þessir krakkar þau sem stóðu upp úr," segir kvikmyndaleikstjórinn Guðný Halldórsdóttir. Tökur á nýrri mynd hennar, Veðramótum, hefjast í vikunni og svo skemmtilega vill til að hún hefur safnað saman í leikhópinn börnum flestra þekktustu kvikmyndaleikstjóra landsins. 23.8.2006 17:30 PSP verður bleik Sony Computer Entertainment í Evrópu (SCEE) hefur tilkynnt um nýja tölvu í PSP fjölskyldunni eða bleika PSP. Útgáfa tölvunnar er gerð í samvinnu við metsölu listamanninn P!nk. 23.8.2006 17:30 Todmobile á Nasa um helgina Í tilefni af 20 ára afmæli Bylgjunnar mun stórhljómsveitin Todmobile spila á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll næstkomandi laugardagskvöld. Forsala miða hefst á Nasa á föstudaginn klukkan 13:00, miðaverð í forsölu er eins og sönnu Bylgjuballi sæmir aðeins 989 kr. 23.8.2006 17:30 Útimarkaður í Álafosskvos Varmársamtökin standa fyrir útimarkaði í Álafosskvos í tengslum við hátíðina Í túninu heima laugardaginn 26. ágúst kl. 11-17. Á boðstólum verður allt milli himins og jarðar svo sem ferskt grænmeti frá Dalsgarði, Reykjum og Sólheimum; heimalöguð sulta, chutney og kryddolíur. 23.8.2006 17:15 Síðustu stofutónleikarnir Sunnudaginn 27. ágúst er komið að síðustu tónleikunum í stofunni á Gljúfrasteini í sumar. Það er enginn annar en Jónas Ingimundarson, píanóleikari sem lýkur þessari stofutónleikaröð með því að leika á flygilinn. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart og Schumann. 23.8.2006 17:00 Chaplin í meðferð Tom Chaplin, söngvari hljómsveitarinnar Keane, hefur leitað sér hjálpar vegna áfengis- og fíkniefnanotkunar sinnar. 23.8.2006 16:30 Kvennakór Öldutúns hefur sitt annað starfsár Kórinn býður nýja meðlimi velkomna og vill bæta við sig fólki. Hvetur stjórnandinn alla sem áhuga hafa úr, röðum starfsfólks eða foreldra, að hafa samband. Þetta er góð leið til að læra söngtækni, og að þjálfa hlátursvöðvana, því það er mikið hlegið á æfingum. 23.8.2006 16:03 Collins í lið með Canora Bandaríkjamaðurinn Dave Collins, sem hefur unnið með þekktum rokksveitum á borð við Soundgarden, Queens of the Stone Age, Black Sabbath og Mötley Crüe, lagði nýverið lokahönd á fyrstu plötu íslensku sveitarinnar Canora. 23.8.2006 16:00 Fólk má flissa upp úr ljóðabókinni Skáldið og grínistinn Þorsteinn Guðmundsson hefur gefið út nýja ljóðabók sem gæti allt eins kallast brandarabók eða nótnabók uppistandara. 23.8.2006 15:45 Frá Kenzo til Kaupmannahafnar Jóhanna Jóhannesdóttir hefur búið í Kaupmannahöfn í ein sjö ár og hefur verið iðin við kolann síðan hún hélt út. Í apríl opnaði hún ásamt sjö öðrum stelpum fataverslun og verkstæði sem ber nafnið Mogetoj og er staðsett rétt hjá Nörreport-járnbrautarstöðinni. 23.8.2006 15:30 Frumkvöðull til Íslands Dansleikhúsdrottningin Pina Bausch er væntanleg hingað til lands um miðjan næsta mánuð ásamt 50 manna danshópi sínum, Pina Bausch Tanztheater Wuppertal. 23.8.2006 15:00 Götukarfa á Miklatúni Götukörfuboltamótið 305 verður haldið á Miklatúni um næstu helgi. Leikarinn Ívar Örn Sverrisson og tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann, sem standa fyrir mótinu, búast við góðri þátttöku. 23.8.2006 13:30 Ísþrykk í Turpentine Breski myndlistarmaðurinn Alistair Macintyre sýnir í galleríi Turpentine í Ingólfsstræti en sýningin "Vanishing point" var opnuð á Menningarnótt. Í fréttatilkynningu um sýninguna er þess getið að verk hans vísi sterklega til landakorta þar sem landfræðileg tákn verði að persónulegri túlkun listamannsins á árþúsunda tilvist mannsins á jörðinni. 23.8.2006 13:00 Baggalútur í Hveragerði Köntrísveit Baggalúts heldur tónleika á Hótel Örk í Hveragerði á föstudag í tilefni Blómstrandi daga. Á efnisskrá verða valin tónverk af plötunni Pabbi þarf að vinna auk verka af glænýrri plötu sveitarinnar, sem ber heitið Aparnir í Eden. 23.8.2006 12:45 Giuliani til landsins Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, er væntanlegur til landsins á vegum Símans vegna hundrað ára afmælis fyrirtækisins sem verður 29. september. Giuliani mun flytja fyrirlestur á ráðstefnu sem Síminn stendur fyrir á afmælisdaginn og nefnist Leiðtogar til framtíðar. 23.8.2006 12:45 Leoncie með aðstoðarkonu á Englandi Popp-prinsessan Leoncie býr á Englandi um þessar mundir þar sem hún reynir að koma tónlist sinni á framfæri. Leoncie reyndi fyrir skömmu að komast að í raunveruleikaþáttunum X - Factor þar sem þau Sharon Osbourne, Paul Welsh og Simon Cowell ráða ríkjum en sérstakur gestadómari í þessum þætti var hin geðþekka Paula Abdul sem hefur verið aðaldómari í American Idol þáttunum. 23.8.2006 12:15 Með 150 manns í starfi Hlynur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar ehf. og tekur við starfinu þann fyrsta september næstkomandi. Hlynur lauk meistaraprófi í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Álaborg árið 2002 og segir hann að námið þar hafi nýst sér mjög vel hér á landi. Hann hóf störf sem innkaupastjóri Fríhafnarinnar árið 2003 þar sem hann hefur verið allar götur síðan. 23.8.2006 12:00 Móðir og dóttir sýna saman í Gerðarsafni Sýning á verkum mæðgnanna Valgerðar Briem og Valgerðar Bergsdóttur opnaði í Gerðarsafni um helgina. Valgerður eldri var einn af áhrifamestu myndlistarkennurum hérlendis á síðustu öld en mörg verka hennar hafa aldrei komið fyrir almenningssjónir. 23.8.2006 11:45 Rífast aldrei Ashton Kutcher og Demi Moore fagna eins árs brúðkaupsafmæli sínu í næsta mánuði og heldur hinn 28 ára gamli Kutcher því fram að þau hjónin rífist aldrei. 23.8.2006 11:30 Sjónvarpskokkur kaupir Habitat Jón Arnór Guðbrandsson hefur keypt húsgagnaverslunina Habitat ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Þorvaldsdóttur og taka þau því við af Árna Ólafi Ásgeirssyni og Sólveigu Hannam sem rekið hafa búðina í rúm sjö ár. Kaupin gengu í gegn á laugardaginn og þegar Fréttablaðið hafði samband við Habitat var það fyrsta símtal Jóns í nýrri verslun. 23.8.2006 11:00 Stöðvaði aðdáendur Leikkonan góðkunna Cameron Diaz þurfti að verja kærasta sinn, söngvarann Justin Timberlake, á dögunum fyrir æstum kvenkyns aðdáendum. 23.8.2006 10:00 Sungið og selt í góðgerðaskyni Unga kynslóðin lætur ekki sitt eftir liggja í góðgerðamálum. Blaðamaður Fréttablaðsins rakst á fríðan hóp sem safnað hafði tæpum þrjátíu þúsund krónum fyrir krabbameinssjúk börn. Þrátt fyrir ungan aldur hefur lífið kennt þeim dýrmæta lexíu sem hvetur krakkana til góðra verka. 23.8.2006 09:00 Verkar og hnykkir skrokka Útlendingar sem hér búa og starfa eru síður en svo einsleitur hópur fólks sem komið er sunnan frá til að flýja bágt ástand í sínu heimalandi. Helan Swartling Leiludóttir, sundlaugarvörður á Blönduósi, er reyndar komin frá norðlægari slóðum en flestir Íslendingar og bakgrunnur hennar er nokkuð sérstæður. 23.8.2006 07:00 Sofandi hafmeyjar Á Menningarnótt opnuðu Anja Stella Ólafsdóttir og Sirrý Hjaltested samsýningu á Hverfisgötu 34. Þetta er fyrsta sýning þeirra beggja en þær stöllur kynntust á leikskóla en eru nú báðar í listnámi. 22.8.2006 18:00 Fyrsta lagið frá Lay Low Nú er komið út fyrsta lagið hjá listakonunni Lay Low. Lagið er titillag hennar fyrstu plötu og ber hið skemmtilega nafn, “Please don’t hate me”. Upptökur á plötunni sjálfri eru langt á veg komnar og er áætlaður útgáfudagur þann 20. september næstkomandi. 22.8.2006 17:30 Selur bestu pylsur í Evrópu "Vá, þú ert að segja mér fréttir. Ég er orðlaus," segir Guðrún Kristmundsdóttir þegar Fréttablaðið tilkynnti henni að pylsubarinn hennar Bæjarins bestu hefði verið valinn einn af fimm bestu matsöluturnum í Evrópu af breska dagblaðinu The Guardian. Í fyrsta sæti var skoskur hafragrautastandur sem ferðast um markaði og útihátíðir í Skotlandi og selur hafragraut með allskyns meðlæti. 22.8.2006 17:00 Sellóið í Sigurjónssafni Margrét Árnadóttir sellóleikari leikur á Sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns í kvöld og flytur tvær svítur eftir Bach. Margrét lauk mastersprófi í sellóleik frá Juilliard tónlistarskólanum fyrr í vor og dvelst hér heima í stuttri sumarheimsókn. "Ég held mikið upp á Bach svíturnar, þær eru sex og ég er yfirleitt með eina þeirra í gangi. Ég leik tvær á tónleikunum – svítu númer tvö í d-moll og númer sex í d-dúr, þær eru gjörólíkar en báðar mjög fallegar," útskýrir Margrét. Hún verður ein á sviðinu í kvöld, "og sellóið fær að njóta sín". 22.8.2006 16:00 Salsakvöld á Kúbudögum Kúbudagar standa nú yfir á Barnum, Laugavegi 22. Annað kvöld verður haldin salsakennsla þar sem Heiðar Ástvaldsson, ásamt félögum í dansskóla hans, kemur og stígur nokkur spor. Hefjast herlegheitin klukkan 21 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 22.8.2006 15:30 Tónlist Bjarkar kveikti Íslandsáhugann "Ég er yfir mig hrifinn af Íslandi og hef komið tvisvar til landsins. Ég fékk hugmyndina að sögunni þegar ég var síðast í Reykjavík og hélt áfram að þróa hana þegar ég kom aftur heim til Bandaríkjanna," segir Steve Murphy, höfundur myndasögunnar Umbra sem gerist á Íslandi. Sagan fjallar um ástkonurnar Freyju og Öskju sem komast í kast við harðsvíraða glæpamenn þegar þær rannsaka grunsamlegan líkfund úti á landi. 22.8.2006 15:15 Rannsókn á fjölkynngi til forna Íslensk fræði Ítarlegasta rannsókn sem unnin hefur verið á rituðum heimildum um galdra í íslenskum fornbókmenntum er nú komin út á vegum Konunglegu Gústaf-Adolfs-akademíunnar fyrir sænska alþýðumenningu (Kungl. Gustav Adolfs Akademien för svensk folkkultur). 22.8.2006 15:00 Sungið fyrir mótatimbri Helsta markmið sjálfboðaliðasamtakanna Bergmáls er að hlúa að krabbameinssjúkum og öðru langveiku fólki en samtökin hafa um áraraðir boðið fólki til orlofsdvalar að Sólheimum í Grímsnesi. Á morgun verða haldnir styrktartónleikar í Hafnarborg þar sem safnað verður fyrir málefnið og byggingu nýs orlofshúss. 22.8.2006 14:45 Morðgáta á uppdiktuðu Íslandi Skáldsagan Icelander eftir bandaríska rithöfundinn Dustin Long vekur kátínu og hrifningu hjá gagnrýnendum sínum og lesendum en þessi margraddaða saga gerist í samnefndu en skálduðu landi. 22.8.2006 14:45 Simpsons besti þátturinn á Emmy Þáttur Simpsons-fjölskyldunnar, The Seemingly Neverending Story, hlaut Emmy-verðlaunin sem besti teiknaði sjónvarpsþátturinn í bandarísku sjónvarpi. Báru hinir gulu fjölskyldumeðlimir sigurorð af háðsdeilu South Park um Vísindakirkjuna og Tom Cruise en trúarsöfnuðurinn hótaði framleiðendum þáttanna lögsókn og meiðyrðamálum. 22.8.2006 14:30 Margir eldklárir keppa í hrútaþukli Færustu hrútaþuklarar landsins leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir árlegt meistaramót í hrútaþukli sem haldið verður á Ströndum um helgina. Fer mótið fram í Sauðfjársetrinu í Sævangi, skammt sunnan við Hólmavík, og má eiga von á að hundruð manna leggi leið sína á mótið. 22.8.2006 14:00 Magni syngur Nirvana Magni "okkar" Ásgeirsson syngur lagið Smells Like a Teen Spirit eftir grunge-kónganna í Nirvana í Rock Star: Supernova þættinum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Skjá einum í kvöld en Magni verður annar á sviðið. 22.8.2006 13:30 Lögin fara í óvæntar áttir Hljómsveit Þóru Bjarkar treður upp á Kaffi Rósenberg annað kvöld og setur þannig tóninn fyrir Þóru Björk Þórðardóttur sem kastar um þessar mundir sjoppuhamnum og sest á skólabekk, enn á ný. 22.8.2006 13:00 Miðasala að hefjast Miðasala á stórtónleika Björgvins Halldórssonar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefst næsta föstudag, 25. ágúst, kl. 10:00 á öllum sölustöðum. Miðasalan er í höndum Miða.is og er fram á www.midi.is, www.bravo.is, í verslunum Skífunnar og verslunum BT á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Einnig er hægt að kaupa miða í síma 580-8020. 22.8.2006 13:00 Stjörnufans á IFF Stórleikararnir Matt Dillon og Marisa Tomei eru væntanleg hingað til lands í næstu viku á vegum IFF - kvikmyndahátíðarinnar sem hefst 30. ágúst. 22.8.2006 12:45 Madonna ekki lögsótt Poppdrottningin Madonna verður ekki kærð fyrir guðlast eins og búist hafði verið við eftir tónleika hennar í Düsseldorf en þetta kemur fram á fréttavef AP-fréttastofunnar. 22.8.2006 12:30 Kom óvænt fram Poppprinsessan Britney Spears kom aðdáendum sínum og áhorfendum á verðlaunahátíðinni "Teen Choice awards" á óvart þegar hún steig á svið til að kynna atriði eiginmanns síns, Kevins Federline. Stúlkan er komin átta mánuði á leið en leit þrátt fyrir það vel út á sviðinu. 22.8.2006 12:15 Hótar að kæra Leikarinn Owen Wilson hótar að kæra alla þá sem saka hann um að vera valdur að skilnaði leikkonunnar Kate Hudson. Aðeins nokkrum dögum eftir að Hudson sagði frá skilnaði sínum og eiginmanns síns til sex ára, Chris Robinson, fóru af stað sögusagnir um meint ástarsamband hennar og Wilsons. Talsmenn leikaranna vilja ekki staðfesta orðróminn en fullvissa að Wilson hafi ekki átt neinn þátt í skilnaðinum. Wilson er búinn að ráða lögfræðing sem sér um að kæra alla þá sem halda öðru fram. 22.8.2006 12:00 Blómlegt í Hveragerði Næstkomandi fimmtudag hefjast Blómstrandi dagar í Hveragerði en í þeim blómlega bæ verður lífleg dagskrá alla helgina. Á fimmtudagskvöld heldur Hulda Jónsdóttir fiðluleikari tónleika í Hveragerðiskirkju ásamt Kristni Erni Kristinssyni en í Leikfélagshúsinu leikur hljómsveitin Andrúm og Jazzband Suðurlands hjá Café Kidda Rót. 22.8.2006 11:30 Baltasar náði ekki að skora Baltasar Kormákur náði ekki að skora mark fyrir Neista á Hofsósi í sumar, eins og hann ætlaði sér, en síðasta umferð 3. deildar karla í knattspyrnu var leikin um helgina. Baltasar hefur þrjú síðustu ár leikið með liði Neista og þegar Fréttablaðið ræddi við hann fyrr í sumar var hann staðráðinn í því að skora mark. Það tókst hins vegar ekki. 22.8.2006 11:00 Sjá næstu 50 fréttir
Alíslenskur brúðuþáttur á Stöð 2 Það er ekki á hverjum degi sem íslenskir brúðugrínþættir hefja göngu sína. Í raun hefur það aldrei gerst áður. Búbbarnir eru því ekkert minna en bylting í íslensku sjónvarpi. Og Búbbastöðin - sem er sögusvið þáttanna - mun þar að auki valda byltingu á íslenskum fjölmiðlamarkaði. 23.8.2006 18:00
Reykholtskirkja hin eldri Í Reykholti í Borgarfirði eru tvær kirkjur. Bak við þá nýju þar sem guðsþjónustur eru núna leynist önnur eldri og minni kirkja sem byggð var árið 1886. Sunnudaginn 27. ágúst nk. opnar Þjóðminjasafn Íslands þessa fallegu gömlu timburkirkju fyrir almenning og gefst tækifæri til að skoða hana að innan sem utan. 23.8.2006 17:45
Börn þekktustu leikstjóra landsins saman í bíómynd "Það varð nú óvart þannig að öll þessi leikstjórabörn verða í myndinni. Þegar ég var að leita að leikurum í vetur fór ég á menntaskólasýningarnar og þá voru þessir krakkar þau sem stóðu upp úr," segir kvikmyndaleikstjórinn Guðný Halldórsdóttir. Tökur á nýrri mynd hennar, Veðramótum, hefjast í vikunni og svo skemmtilega vill til að hún hefur safnað saman í leikhópinn börnum flestra þekktustu kvikmyndaleikstjóra landsins. 23.8.2006 17:30
PSP verður bleik Sony Computer Entertainment í Evrópu (SCEE) hefur tilkynnt um nýja tölvu í PSP fjölskyldunni eða bleika PSP. Útgáfa tölvunnar er gerð í samvinnu við metsölu listamanninn P!nk. 23.8.2006 17:30
Todmobile á Nasa um helgina Í tilefni af 20 ára afmæli Bylgjunnar mun stórhljómsveitin Todmobile spila á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll næstkomandi laugardagskvöld. Forsala miða hefst á Nasa á föstudaginn klukkan 13:00, miðaverð í forsölu er eins og sönnu Bylgjuballi sæmir aðeins 989 kr. 23.8.2006 17:30
Útimarkaður í Álafosskvos Varmársamtökin standa fyrir útimarkaði í Álafosskvos í tengslum við hátíðina Í túninu heima laugardaginn 26. ágúst kl. 11-17. Á boðstólum verður allt milli himins og jarðar svo sem ferskt grænmeti frá Dalsgarði, Reykjum og Sólheimum; heimalöguð sulta, chutney og kryddolíur. 23.8.2006 17:15
Síðustu stofutónleikarnir Sunnudaginn 27. ágúst er komið að síðustu tónleikunum í stofunni á Gljúfrasteini í sumar. Það er enginn annar en Jónas Ingimundarson, píanóleikari sem lýkur þessari stofutónleikaröð með því að leika á flygilinn. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart og Schumann. 23.8.2006 17:00
Chaplin í meðferð Tom Chaplin, söngvari hljómsveitarinnar Keane, hefur leitað sér hjálpar vegna áfengis- og fíkniefnanotkunar sinnar. 23.8.2006 16:30
Kvennakór Öldutúns hefur sitt annað starfsár Kórinn býður nýja meðlimi velkomna og vill bæta við sig fólki. Hvetur stjórnandinn alla sem áhuga hafa úr, röðum starfsfólks eða foreldra, að hafa samband. Þetta er góð leið til að læra söngtækni, og að þjálfa hlátursvöðvana, því það er mikið hlegið á æfingum. 23.8.2006 16:03
Collins í lið með Canora Bandaríkjamaðurinn Dave Collins, sem hefur unnið með þekktum rokksveitum á borð við Soundgarden, Queens of the Stone Age, Black Sabbath og Mötley Crüe, lagði nýverið lokahönd á fyrstu plötu íslensku sveitarinnar Canora. 23.8.2006 16:00
Fólk má flissa upp úr ljóðabókinni Skáldið og grínistinn Þorsteinn Guðmundsson hefur gefið út nýja ljóðabók sem gæti allt eins kallast brandarabók eða nótnabók uppistandara. 23.8.2006 15:45
Frá Kenzo til Kaupmannahafnar Jóhanna Jóhannesdóttir hefur búið í Kaupmannahöfn í ein sjö ár og hefur verið iðin við kolann síðan hún hélt út. Í apríl opnaði hún ásamt sjö öðrum stelpum fataverslun og verkstæði sem ber nafnið Mogetoj og er staðsett rétt hjá Nörreport-járnbrautarstöðinni. 23.8.2006 15:30
Frumkvöðull til Íslands Dansleikhúsdrottningin Pina Bausch er væntanleg hingað til lands um miðjan næsta mánuð ásamt 50 manna danshópi sínum, Pina Bausch Tanztheater Wuppertal. 23.8.2006 15:00
Götukarfa á Miklatúni Götukörfuboltamótið 305 verður haldið á Miklatúni um næstu helgi. Leikarinn Ívar Örn Sverrisson og tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann, sem standa fyrir mótinu, búast við góðri þátttöku. 23.8.2006 13:30
Ísþrykk í Turpentine Breski myndlistarmaðurinn Alistair Macintyre sýnir í galleríi Turpentine í Ingólfsstræti en sýningin "Vanishing point" var opnuð á Menningarnótt. Í fréttatilkynningu um sýninguna er þess getið að verk hans vísi sterklega til landakorta þar sem landfræðileg tákn verði að persónulegri túlkun listamannsins á árþúsunda tilvist mannsins á jörðinni. 23.8.2006 13:00
Baggalútur í Hveragerði Köntrísveit Baggalúts heldur tónleika á Hótel Örk í Hveragerði á föstudag í tilefni Blómstrandi daga. Á efnisskrá verða valin tónverk af plötunni Pabbi þarf að vinna auk verka af glænýrri plötu sveitarinnar, sem ber heitið Aparnir í Eden. 23.8.2006 12:45
Giuliani til landsins Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, er væntanlegur til landsins á vegum Símans vegna hundrað ára afmælis fyrirtækisins sem verður 29. september. Giuliani mun flytja fyrirlestur á ráðstefnu sem Síminn stendur fyrir á afmælisdaginn og nefnist Leiðtogar til framtíðar. 23.8.2006 12:45
Leoncie með aðstoðarkonu á Englandi Popp-prinsessan Leoncie býr á Englandi um þessar mundir þar sem hún reynir að koma tónlist sinni á framfæri. Leoncie reyndi fyrir skömmu að komast að í raunveruleikaþáttunum X - Factor þar sem þau Sharon Osbourne, Paul Welsh og Simon Cowell ráða ríkjum en sérstakur gestadómari í þessum þætti var hin geðþekka Paula Abdul sem hefur verið aðaldómari í American Idol þáttunum. 23.8.2006 12:15
Með 150 manns í starfi Hlynur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar ehf. og tekur við starfinu þann fyrsta september næstkomandi. Hlynur lauk meistaraprófi í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Álaborg árið 2002 og segir hann að námið þar hafi nýst sér mjög vel hér á landi. Hann hóf störf sem innkaupastjóri Fríhafnarinnar árið 2003 þar sem hann hefur verið allar götur síðan. 23.8.2006 12:00
Móðir og dóttir sýna saman í Gerðarsafni Sýning á verkum mæðgnanna Valgerðar Briem og Valgerðar Bergsdóttur opnaði í Gerðarsafni um helgina. Valgerður eldri var einn af áhrifamestu myndlistarkennurum hérlendis á síðustu öld en mörg verka hennar hafa aldrei komið fyrir almenningssjónir. 23.8.2006 11:45
Rífast aldrei Ashton Kutcher og Demi Moore fagna eins árs brúðkaupsafmæli sínu í næsta mánuði og heldur hinn 28 ára gamli Kutcher því fram að þau hjónin rífist aldrei. 23.8.2006 11:30
Sjónvarpskokkur kaupir Habitat Jón Arnór Guðbrandsson hefur keypt húsgagnaverslunina Habitat ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Þorvaldsdóttur og taka þau því við af Árna Ólafi Ásgeirssyni og Sólveigu Hannam sem rekið hafa búðina í rúm sjö ár. Kaupin gengu í gegn á laugardaginn og þegar Fréttablaðið hafði samband við Habitat var það fyrsta símtal Jóns í nýrri verslun. 23.8.2006 11:00
Stöðvaði aðdáendur Leikkonan góðkunna Cameron Diaz þurfti að verja kærasta sinn, söngvarann Justin Timberlake, á dögunum fyrir æstum kvenkyns aðdáendum. 23.8.2006 10:00
Sungið og selt í góðgerðaskyni Unga kynslóðin lætur ekki sitt eftir liggja í góðgerðamálum. Blaðamaður Fréttablaðsins rakst á fríðan hóp sem safnað hafði tæpum þrjátíu þúsund krónum fyrir krabbameinssjúk börn. Þrátt fyrir ungan aldur hefur lífið kennt þeim dýrmæta lexíu sem hvetur krakkana til góðra verka. 23.8.2006 09:00
Verkar og hnykkir skrokka Útlendingar sem hér búa og starfa eru síður en svo einsleitur hópur fólks sem komið er sunnan frá til að flýja bágt ástand í sínu heimalandi. Helan Swartling Leiludóttir, sundlaugarvörður á Blönduósi, er reyndar komin frá norðlægari slóðum en flestir Íslendingar og bakgrunnur hennar er nokkuð sérstæður. 23.8.2006 07:00
Sofandi hafmeyjar Á Menningarnótt opnuðu Anja Stella Ólafsdóttir og Sirrý Hjaltested samsýningu á Hverfisgötu 34. Þetta er fyrsta sýning þeirra beggja en þær stöllur kynntust á leikskóla en eru nú báðar í listnámi. 22.8.2006 18:00
Fyrsta lagið frá Lay Low Nú er komið út fyrsta lagið hjá listakonunni Lay Low. Lagið er titillag hennar fyrstu plötu og ber hið skemmtilega nafn, “Please don’t hate me”. Upptökur á plötunni sjálfri eru langt á veg komnar og er áætlaður útgáfudagur þann 20. september næstkomandi. 22.8.2006 17:30
Selur bestu pylsur í Evrópu "Vá, þú ert að segja mér fréttir. Ég er orðlaus," segir Guðrún Kristmundsdóttir þegar Fréttablaðið tilkynnti henni að pylsubarinn hennar Bæjarins bestu hefði verið valinn einn af fimm bestu matsöluturnum í Evrópu af breska dagblaðinu The Guardian. Í fyrsta sæti var skoskur hafragrautastandur sem ferðast um markaði og útihátíðir í Skotlandi og selur hafragraut með allskyns meðlæti. 22.8.2006 17:00
Sellóið í Sigurjónssafni Margrét Árnadóttir sellóleikari leikur á Sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns í kvöld og flytur tvær svítur eftir Bach. Margrét lauk mastersprófi í sellóleik frá Juilliard tónlistarskólanum fyrr í vor og dvelst hér heima í stuttri sumarheimsókn. "Ég held mikið upp á Bach svíturnar, þær eru sex og ég er yfirleitt með eina þeirra í gangi. Ég leik tvær á tónleikunum – svítu númer tvö í d-moll og númer sex í d-dúr, þær eru gjörólíkar en báðar mjög fallegar," útskýrir Margrét. Hún verður ein á sviðinu í kvöld, "og sellóið fær að njóta sín". 22.8.2006 16:00
Salsakvöld á Kúbudögum Kúbudagar standa nú yfir á Barnum, Laugavegi 22. Annað kvöld verður haldin salsakennsla þar sem Heiðar Ástvaldsson, ásamt félögum í dansskóla hans, kemur og stígur nokkur spor. Hefjast herlegheitin klukkan 21 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 22.8.2006 15:30
Tónlist Bjarkar kveikti Íslandsáhugann "Ég er yfir mig hrifinn af Íslandi og hef komið tvisvar til landsins. Ég fékk hugmyndina að sögunni þegar ég var síðast í Reykjavík og hélt áfram að þróa hana þegar ég kom aftur heim til Bandaríkjanna," segir Steve Murphy, höfundur myndasögunnar Umbra sem gerist á Íslandi. Sagan fjallar um ástkonurnar Freyju og Öskju sem komast í kast við harðsvíraða glæpamenn þegar þær rannsaka grunsamlegan líkfund úti á landi. 22.8.2006 15:15
Rannsókn á fjölkynngi til forna Íslensk fræði Ítarlegasta rannsókn sem unnin hefur verið á rituðum heimildum um galdra í íslenskum fornbókmenntum er nú komin út á vegum Konunglegu Gústaf-Adolfs-akademíunnar fyrir sænska alþýðumenningu (Kungl. Gustav Adolfs Akademien för svensk folkkultur). 22.8.2006 15:00
Sungið fyrir mótatimbri Helsta markmið sjálfboðaliðasamtakanna Bergmáls er að hlúa að krabbameinssjúkum og öðru langveiku fólki en samtökin hafa um áraraðir boðið fólki til orlofsdvalar að Sólheimum í Grímsnesi. Á morgun verða haldnir styrktartónleikar í Hafnarborg þar sem safnað verður fyrir málefnið og byggingu nýs orlofshúss. 22.8.2006 14:45
Morðgáta á uppdiktuðu Íslandi Skáldsagan Icelander eftir bandaríska rithöfundinn Dustin Long vekur kátínu og hrifningu hjá gagnrýnendum sínum og lesendum en þessi margraddaða saga gerist í samnefndu en skálduðu landi. 22.8.2006 14:45
Simpsons besti þátturinn á Emmy Þáttur Simpsons-fjölskyldunnar, The Seemingly Neverending Story, hlaut Emmy-verðlaunin sem besti teiknaði sjónvarpsþátturinn í bandarísku sjónvarpi. Báru hinir gulu fjölskyldumeðlimir sigurorð af háðsdeilu South Park um Vísindakirkjuna og Tom Cruise en trúarsöfnuðurinn hótaði framleiðendum þáttanna lögsókn og meiðyrðamálum. 22.8.2006 14:30
Margir eldklárir keppa í hrútaþukli Færustu hrútaþuklarar landsins leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir árlegt meistaramót í hrútaþukli sem haldið verður á Ströndum um helgina. Fer mótið fram í Sauðfjársetrinu í Sævangi, skammt sunnan við Hólmavík, og má eiga von á að hundruð manna leggi leið sína á mótið. 22.8.2006 14:00
Magni syngur Nirvana Magni "okkar" Ásgeirsson syngur lagið Smells Like a Teen Spirit eftir grunge-kónganna í Nirvana í Rock Star: Supernova þættinum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Skjá einum í kvöld en Magni verður annar á sviðið. 22.8.2006 13:30
Lögin fara í óvæntar áttir Hljómsveit Þóru Bjarkar treður upp á Kaffi Rósenberg annað kvöld og setur þannig tóninn fyrir Þóru Björk Þórðardóttur sem kastar um þessar mundir sjoppuhamnum og sest á skólabekk, enn á ný. 22.8.2006 13:00
Miðasala að hefjast Miðasala á stórtónleika Björgvins Halldórssonar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefst næsta föstudag, 25. ágúst, kl. 10:00 á öllum sölustöðum. Miðasalan er í höndum Miða.is og er fram á www.midi.is, www.bravo.is, í verslunum Skífunnar og verslunum BT á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Einnig er hægt að kaupa miða í síma 580-8020. 22.8.2006 13:00
Stjörnufans á IFF Stórleikararnir Matt Dillon og Marisa Tomei eru væntanleg hingað til lands í næstu viku á vegum IFF - kvikmyndahátíðarinnar sem hefst 30. ágúst. 22.8.2006 12:45
Madonna ekki lögsótt Poppdrottningin Madonna verður ekki kærð fyrir guðlast eins og búist hafði verið við eftir tónleika hennar í Düsseldorf en þetta kemur fram á fréttavef AP-fréttastofunnar. 22.8.2006 12:30
Kom óvænt fram Poppprinsessan Britney Spears kom aðdáendum sínum og áhorfendum á verðlaunahátíðinni "Teen Choice awards" á óvart þegar hún steig á svið til að kynna atriði eiginmanns síns, Kevins Federline. Stúlkan er komin átta mánuði á leið en leit þrátt fyrir það vel út á sviðinu. 22.8.2006 12:15
Hótar að kæra Leikarinn Owen Wilson hótar að kæra alla þá sem saka hann um að vera valdur að skilnaði leikkonunnar Kate Hudson. Aðeins nokkrum dögum eftir að Hudson sagði frá skilnaði sínum og eiginmanns síns til sex ára, Chris Robinson, fóru af stað sögusagnir um meint ástarsamband hennar og Wilsons. Talsmenn leikaranna vilja ekki staðfesta orðróminn en fullvissa að Wilson hafi ekki átt neinn þátt í skilnaðinum. Wilson er búinn að ráða lögfræðing sem sér um að kæra alla þá sem halda öðru fram. 22.8.2006 12:00
Blómlegt í Hveragerði Næstkomandi fimmtudag hefjast Blómstrandi dagar í Hveragerði en í þeim blómlega bæ verður lífleg dagskrá alla helgina. Á fimmtudagskvöld heldur Hulda Jónsdóttir fiðluleikari tónleika í Hveragerðiskirkju ásamt Kristni Erni Kristinssyni en í Leikfélagshúsinu leikur hljómsveitin Andrúm og Jazzband Suðurlands hjá Café Kidda Rót. 22.8.2006 11:30
Baltasar náði ekki að skora Baltasar Kormákur náði ekki að skora mark fyrir Neista á Hofsósi í sumar, eins og hann ætlaði sér, en síðasta umferð 3. deildar karla í knattspyrnu var leikin um helgina. Baltasar hefur þrjú síðustu ár leikið með liði Neista og þegar Fréttablaðið ræddi við hann fyrr í sumar var hann staðráðinn í því að skora mark. Það tókst hins vegar ekki. 22.8.2006 11:00