Lífið

Keypti herrafataverslun í Keflavík

Ólafur Geir er athafnasamur maður en auk þess að eiga og reka nú herradeild Gallerí Keflavíkur er hann einnig skemmtanastjóri á skemmtistaðnum Yello í Keflavík.
Ólafur Geir er athafnasamur maður en auk þess að eiga og reka nú herradeild Gallerí Keflavíkur er hann einnig skemmtanastjóri á skemmtistaðnum Yello í Keflavík.

Ólafur Geir Jónsson, fyrrverandi Herra Ísland, hefur ásamt vini sínum, Árna Árnasyni, keypt herradeildina í Gallerí Keflavík, sem opnar á ný eftir breytingar á morgun. "Guðrún Jónsdóttir hefur átt og rekið Gallerí Keflavík undanfarin þrjú ár og það má líklega segja að ég hafi verið hennar stærsti viðskiptavinur í herradeildinni," segir Ólafur Geir og bætir við:

"Einhvern tíma spurði hún mig að því í einhverju gríni hvort ég vildi ekki bara kaupa alla herradeildina. Ég hló nú bara og gerði ekkert í því fyrr en ég fór að ræða þetta við Árna, vin minn. Við ákváðum síðan að skella okkur bara á þetta og keyptum deildina."

Vinirnir hafa nú ráðist í breytingar og stækkun á herradeild verslunarinnar og munu bjóða upp á meira vöruúrval en verið hefur. "Við erum búnir að vera að stússast mikið í búðinni undanfarið. Settum upp plasma-sjónvarp og plexígler og fleira." Gallerí Keflavík er rekið í nánu samstarfi við NTC-veldið en allar vörur eru teknar inn í gegnum NTC.

"Við verðum með bestu merkin í búðinni hjá okkur eins og Diesel, 4You, Energy, Matinique og margt fleira," segir Ólafur Geir og bætir því við að þeir félagar hafi líklega aldrei verið eins spenntir fyrir neinu eins og þessu nýja verkefni. "Nú erum við að byggja upp okkar eigin verslun og erum uppfullir af áhuga," segir fyrrum Herra Ísland glaður.- sig






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.