Lífið

Spaksmannsspjarir orðnar gelgjur

Tímalaus fatnaður Þar kennir ýmissa grasa á útsölunni og er meðal annars hægt að fá glæsilega kjóla á helmingsverði.
Tímalaus fatnaður Þar kennir ýmissa grasa á útsölunni og er meðal annars hægt að fá glæsilega kjóla á helmingsverði.

Flestar íslenskar konur kannast við merkið íslenska fatamerkið Spakmannsspjarir sem hefur verið við lýði í þrettán ár við miklar vinsældir kvenna á öllum aldri. Þær Björg Ingadóttir og Valgerður Torfadóttir eru konurnar á bak við fatnaðinn og í gegnum öll þessi ár hafa stöllurnar aldrei haldið útsölu eins og tíðkast að gera tvisvar á ári í fatabransanum.

"Við höfum aldrei haft þörf á því að hafa útsölu enda flíkurnar okkar tímalausar og klassíkar en þar sem merkið er nú komið á gelgjualdurinn fannst okkur tímabært að halda allsherjar útsölu í búðinni sem byrjar í dag þar sem allt verður á helmingsverði í þrjár vikur," segir Björg. Þegar útsölunni lýkur ætla þær síðan að taka búðina í gegn og opna aftur með breytta búð og nýja haust- og vetrarlínu.

Fatnaðurinn frá Spakmannsspjörum er eins og er ekki seldur til útlanda en Björg segir þó að sú hugmynd að opna búð í útlöndum hafi komið upp "Okkur finnst íslenskar konur svo merkilegar og skemmtilegar að við viljum einbeita okkur að þeim. Íslenskar konur eru bestu viðskiptavinirnir." Aldurshópurinn sem verslar í Spakmannsspjörum er mjög breiður og segir Björg að stúlkur byrji að versla hjá þeim eftir að þær útskrifast í menntaskóla því þá uppgötva stelpur sinn eigin stíl.

"Mér finnst mjög gaman að sjá konur í fatnaði frá okkur sem gera hann að sínum eigin og bera hann vel af því að þeim líður vel í honum. Það er galdurinn við að vera smart," segir Björg að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.